Draumfarir gáfu út lagið Kvíðinn á föstudaginn. Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á FM Trölla í dag kl. 13 – 15.

Lag og texta sömdu þeir Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson.

Á síðasta ári gáfu Draumfarir út EP plötuna Sögur af okkur. Á plötunni er fimm lög og þar á meðal Ást við fyrstu Seen með Króla og Með þér ásamt Kristínu Sesselju.

Lagið á Spotify

Flytjandi:: Draumfarir
Heiti lags:: Kvíðinn
Útgefandi:: Alda Music ehf.
Höfundar lags og texta:: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson