Af og til hefur Trölli.is verið með skoðanakönnun á vefnum.

Nú hefur verið settur inn borði á síðuna, þar sem settar verða inn skoðanakannanir sem varða málefni líðandi stundar og mannlífið almennt.

Niðurstaðan verður svo birt í frétt á Trölli.is með aðgengilegum upplýsingum fyrir lesendur.

Ef lesendur hafa hugmyndir að málefnum sem fróðlegt væri að gera skoðanakönnun á, endilega senda þær á netfangið trolli@trolli.is.

Í morgun var sett inn könnun fyrir íbúa Fjallabyggðar um skoðun þeirra á uppbyggingu gervigrasvallar í Ólafsfirði.

Sjá skoðanakönnun: Hér