Forsala vetrarkorta á skíðasvæðið Skarðsdal er nú í fullum gangi og stendur til 8 desember.

Kortin eru til sölu í Aðalbakaríinu á Siglufirði og einnig er hægt að leggja inn á 348-26-1254 kt 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is

  • Fullorðinskort 18 ára og eldri kr 21.000.- í stað 26.000.-
  • Framhalds-og háskólanemakort kr 13.000.- í stað 16.000.-
  • Barnakort 11-17 ára kr 9.000.- í stað 11.000.-

Börn yngri en 10 ára frítt í fjallið (1-4 bekkur) eingöngu að kaupa hörð vasakort ef þarf.
Öllum vetrarkortum fylgir Norðurlandskortið
Frístundaávísanir eru teknar, stefnum á að opna svæðið 30. nóvember
Nánari upplýsingar á skardsdalur.is og facebook