Augnablik komst þá þremur mörkum yfir gegn KF í ótrúlega dramatískum leik. Heimamenn voru í 3-0 þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Halldór Logi Hilmarsson hrökk þá í gang og setti tvennu á tíu mínútum, áður en Austin Diaz jafnaði á 90. mínútu.

Guðjón Máni Magnússon skemmdi þó endurkomuna ótrúlegu með sigurmarki í uppbótartíma.

KFG og Einherji eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar á meðan Augnablik og KF eru í neðri hlutanum, þokkalega langt frá fallsvæðinu.

Frétt: Fótbolti.net
Mynd: Guðný Ágústsdóttir