Þistilfinka. Mynd/Mikael Sigurðsson

Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla í dag kl 13.00 – 15.00

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.

Fáum góðan gest í heimsókn, Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir umsjónarmaður Menningarhússins Tjarnaborgar kemur og spjallar við okkur um starfið og lífið og tilveruna.

Einnig hringjum við í tvo viðmælendur, Mikael Sigurðsson fuglaáhugamann sem tók þessa fallegu mynd af Þistilfinku og spyrjum hann út þetta áhugamál sitt og Kristján Hauksson í Ólafsfirði og spyrjum hann út í skíðasvæðið þar og starf hans með Skíðafélagi Ólafsfjarðar

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta