Slökkvilið Dalvíkur óskar eftir að ráða slökkviliðsmenn.
Starfið er hlutastarf sem felur í sér að mæta á æfingar og stunda nám við Brunamálaskólann auk útkalla slökkviliðsins við slökkvistörf, mengunaróhöpp, og björgun vegna umferðarslysa.

Inntökuskilyrði

Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigður, reglusamur og háttvís, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldinn lofthræðslu eða innilokunarkennd.
Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið.
Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu.
Standast þrekpróf slökkviliðsmanna.

Heimilt er að víkja tímabundið frá skilyrðum.

Umsækjendur þurfa að hafa fasta búsetu og atvinnu í Dalvíkurbyggð.

Kynningarfundur verður haldinn á Slökkvistöðinni sunnudaginn 8. Mars kl 10:00
Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér starf slökkviliðsmanns, jafnt konur sem karlar.

Nánari upplýsingar gefur slökkviliðsstjóri í síma 897 1581  eða slokk@dalvikurbyggd.is

Forsíðumynd: af dagatali slökkviliðsmanna.