Dalvíkurbyggð vill góðfúslega minna íbúa á að snyrta runna og trjágróður á sínum lóðamörkum.

Töluvert hefur borist af ábendingum þar sem bent er á að víða vex gróður langt út á gangstéttar í sveitarfélaginu og hindrar bæði sýn og umferð. Getur þetta valdið óþægindum og jafnvel hættu fyrir þá sem leið eiga um gangandi, hjólandi og akandi. Passa þarf einnig að gróður byrgi ekki sýn á umferðarskilti eða götulýsingu.

Samkvæmt 7.2.2. gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012 er lóðarhöfum skylt að halda vexti trjáa eða runna innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki er sveitarfélaginu heimilt að láta klippa gróðurinn á kostnað lóðarhafa að undangenginni viðvörun.

Dalvíkurbyggð hvetur alla garðeigendur í Dalvíkurbyggð til þess að huga að þessu og snyrta gróðurinn fyrir 25. september, eftir þann tíma má búast við því að gróður verði fjarlægður á kostnað eiganda.