Veitingageirinn er með umfjöllun um jólahlaðborðin á Rauðku Siglufirði. Má þar á meðal lesa að Rauðka á Siglufirði býður upp á glæsilegt jólahlaðborð í aðdraganda jóla nú sem endranær. Jólahlaðborðið sem hófst 16. nóvember s.l. verður alla föstudaga og laugardaga til 15. desember.

Þessi kvöld eru vinsæl bæði hjá hópum og einstaklingum og eru einungis nokkur sæti laus.

 

.

“Það eru þegar vel yfir þúsund manns búnir að bóka í hlaðborðið hjá okkur”

sagði Halldóra Guðjónsdóttir, framreiðslumaður og rekstraraðili hjá Sigló veitingum, í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um aðsóknina.

Húsið opnar klukkan 18:30 þar sem tekið er á móti gestum í fordrykk í veislusal Rauðku.

.

 

Sjá frekari umfjöllun Veitingageirans á jólamatseðli og jólahlaðborði Rauðku: Hér

 

Myndir: Sigló veitingar