Lagt fram erindi Gunnlaugs Freys Arnarsonar f.h. Siglóhóls ehf. á 288. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.

Þar var óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til uppsetningar á rafhleðslustöðvum við Hól. Einnig er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins að merkingu og lýsingu rafhleðslustæðanna.

Nefndin samþykkir uppsetningu Siglóhóls ehf. á rafhleðslustöðvum við Hól en vísar seinnihluta erindis er varðar aðkomu bæjarins að merkingu og lýsingu til bæjarráðs.