Athygli lögreglunnar hefur verið vakin á því að svikahrina sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem óskað er eftir skjáskoti (screenshot) af öryggiskóða.

Sé skjáskotið sent á viðkomandi virðist vera sem viðkomandi nái yfirhönd yfir samfélagsmiðlum viðkomandi.

Lögreglan á Norðurlandi vestra óskar eftir því að þeir sem hafi lent í slíkum tilraunum setji sig í samband við lögregluna og sendi á þá skjáskot af samskiptunum í tölvupósti á netfangið nordurland.vestra@logreglan.is