Í vikunni var Bókasafni Fjallabyggðar, Siglufirði færður fjársjóður.

Sigurður Benediktsson gaf safninu góða bók sem þau systkinin gáfu út og inniheldur brot og minningar föður þeirra, Benedikts Sigurðssonar, kennara og fræðimanns frá hans yngri árum.

Bókin er einungis gefin út í 60 eintökum.

Bókasafn Fjallabyggðar þakkar þeim kærlega fyrir og getur þess á facebooksíðu sinni að hennar verði vel gætt.