Þann 14. desember, opnaði fyrsta uppboð á nýjum vettvangi fyrir uppboð á netinu, uppbod.com.

Á góðgerðar uppboðinu verða listaverk og einstakir munir boðnir upp til styrktar Píeta samtökunum. Fjöldi listamanna, hönnuða og athafnafólks hafa lagt muni til styrktar þessu mikilvæga málefni sem mörgum er hugleikið, ekki síst yfir hátíðirnar.

Uppboðið stendur til kl.18:00 þann 21. desember og rennur allt söluandvirði hlutanna óskipt til Píeta samtakanna. Fleiri verk verða kynnt til leiks eftir því sem á líður og því vert að fylgjast vel með. Einnig er enn hægt að leggja til muni á uppboðið og er listamönnum, hönnuðum og öðrum sem vilja leggja sitt af mörkum og styðja málstaðinn, vinsamlega bent á að hafa samband við hello@uppbod.com eða Píeta samtökin.

Í tilefni af fyrsta uppboðinu á vef uppbod.com, segir Gísli Kr. Katrínarson, hjá Daggir Solutions: „Móttökur við góðgerðaruppboðinu hafa verið ótrúlegar. Við höfum mætt mikilli jákvæðni gagnvart verkefninu, hvort sem við ræðum við listamenn, hönnuði eða aðra. Ég held að það sé vegna þess að við eigum flest, ef ekki öll, einhverja tengingu við það mikilvæga starf sem Píeta stendur fyrir. Við þekkjum nánast öll til einstaklinga sem hafa svipt sig lífi eða hafa gert sjálfsvígstilraun og aðstandenda þeirra. Okkur langar að hefja okkar vegferð með uppbod.com með góðgerðaruppboði til stuðnings Píeta samtökunum. Með veflausninni uppbod.com erum við að skapa nýjan og þarfan uppboðsvettvang fyrir skapandi greinar, safnara, nördisma og allt þar á milli, auk þess að styðja góð málefni með góðgerðaruppboðum.“

Uppbod.com er ný veflausn sem gengur út á að veita almenningi einfalda leið til að kaupa og selja muni í gegnum uppboð á netinu. Oft eru þetta hlutir sem hafa órætt virði, t.d. forngripir,listaverk og aðrir listmunir, en einnig er hægt að vera með uppboð á húsgögnum, tískuvörum, farartækjum, myntsöfnum, frímerkjum, Pókemon spilum og nánast hverju sem fólki dettur í hug. Til þess að kaupa eða selja á uppbod.com þurfa notendur að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum sem þýðir að notendur geta treyst því að um raunverulega aðila er að ræða. 

„Píeta samtökin er ákaflega þakklát og stolt af því að vera hluti af þessu spennandi upphafi hjá uppbod.com“ segir Einar Hrafn Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri Píeta samtakanna. „Píeta samtökin eru nánast alfarið rekin á styrkjum almennra borgara og því eru verkefni á borð við góðgerðaruppboðið gríðarlega mikilvægur þáttur í því að styrkja áframhaldandi starf.“

Ef þú vilt styðja Píeta samtökin með þáttöku í uppboðinu er hægt að hafa samband við uppboð.com á hello@uppbod.com og Píeta samtökin á pieta@pieta.is eða með skilaboðum á samfélagsmiðlum þeirra.

Um Daggir Solutions:

Daggir Solutions er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna á sviði netviðskipta. Með opnun uppbod.com skapa Daggir Solutions nýjan vettvang vefverslunar á Íslandi, þar sem markaðstorg mætir uppboðshúsi.

Um Píeta Samtökin:

Píeta samtökin veitir hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri og viðtölin eru fyrir einstaklinga með sjálfsvígshugsanir eða eru í sjálfsskaða og aðstandendur þeirra. 

Frekari upplýsingar veita:

Daggir Solutions

Gísli Kr. Katrínarson

Sími: 6187000

Netfang: gisli@daggir.is

Píeta Samtökin

Einar Hrafn Stefánsson

Sími: 6660892

Netfang: ehs@pieta.is