Svikapóstur sem er látinn líta út fyrir að koma frá lögreglunni virðist hafa farið mjög víða í gærkvöldi. Vil lögreglan biðja fólk að opna póstinn alls ekki, en hann kemur að sjálfsögðu ekki frá lögreglu.

Mikilvægt að sem flestir vari sig á þessu og opni alls ekki slóð eða viðhengi. Þeir sem hafa lent í að fara inn á síðuna eða hala niður gögnum – eru beðnir að slökkva strax á tölvum sínum. Lögreglan mun koma frekari upplýsingum áleiðis þegar þær koma.

 

Frétt: Lögreglan á Norðurlandi vestra