Nýjasta lagið frá GREYSKIES kom út 13. maí og er fyrsta lagið sem hann sendir frá sér eftir útgáfu plötunnar hans sem kom út árið 2021.

Lagið verður leikið á FM Trölla í dag, og fer í massíva spilun í framhaldinu.

GREYSKIES er að stíga í örlítið meiri popp átt en áður með sitt nýja lag I Wish You All The Best og einnig með það sem koma skal, en GREYSKIES vann lagið með Þormóði Eiríkssyni sem er einn vinsælasti pródúser landsins.

Lagið er ótrúlega vel samið af Steinari sjálfum, og Þormóður býr til mikil gæði í hljóðheiminum.