Límónu sýrður rjómi:

  • 1 bolli sýrður rjómi
  • 1 msk fínrifið límónuhýði (lime)
  • ¼ bolli ferskur límónusafi
  • 2 msk hakkað ferskt kóríander
  • 1 msk hrísgrjónaedik (rice vinegar)
  • Gróft salt

Setjið öll hráefnin í skál og hrærið þeim saman. Smakkið til með salti. Setjið  plastfilmu yfir skálina og geymið í kæli í að minnsta kosti 1 klst. eða upp í 1 sólarhring.

Fylling og samsetning:

  • 2 msk ólívuolía
  • 900 g nautahakk
  • 1 laukur, hakkaður
  • 6 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • 1 dós heilir tómatar (400 g)
  • 1 flaska Heinz chilisósa
  • ¼ bolli Worcestersósa
  • 3 msk chiliduft (ég notaði 2 msk af sterku mexíkósku chilidufti)
  • 1 msk hvítlauksduft (ath. ekki hvítlaukssalt!)
  • 1 msk laukduft
  • 1 msk púðursykur
  • 1 msk cumin
  • 12 stökkar tacoskeljar, hitaðar
  • rifinn cheddar ostur
  • iceberg
  • ferskt salsa
  • ferskt kóriander
  • lime bátar

Hitið 1 msk af ólívuolíu á pönnu yfir miðlungsháum hita. Setjið nautahakkið á pönnuna og steikið þar til allt hakkið er steikt, um 5 mínútur. Takið af pönnunni og leggið til hliðar.

Bætið 1 msk af ólívuolíu á pönnuna og setjið lauk og hvítlauk á hana. Steikið laukana þar til þeir byrja að brúnast, um 5 mínútur. Passið að hafa ekki of mikinn hita á pönnunni.

Hitið ofn í 200°.

Bætið tómötum á pönnunna og brjótið þá í sundur. Látið sjóða við vægan hita í 8-10 mínútur, eða þar til sósan byrjar að þykkna. Bætið nautahakki, chilisósu, Worcestersósu, chilidufti, hvítlauksdufti, laukdufti, púðursykri og cumin á pönnuna og blandið öllu vel saman. Látið sjóða í 10-12 mínútur við vægan hita og hrærið reglulega í.

Setjið fyllinguna í eldfast mót (sirka 20×30 cm) og bakið i ofninum í 30-40 mínútur.

Berið fyllinguna fram í heitum tacoskeljum með rifnum cheddar osti, iceberg, salsa, kóríander, límónu sýrðum rjóma og límónubátum.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit