Nú standa yfir tilrauna-sendingar hér á vefnum trolli.is, frá nýrri vefmyndavél á Siglufirði.

Hér eru skjáskot af nokkrum vinklum, sem tekin voru í morgunsólinni og vélin sýnir, til að byrja með a.m.k.

Vinklarnir eru að sjálfsögðu miklu fleiri en þessi skjáskot sýna, sjá: trolli.is
Ábendingar og athugasemdir um hvert vélinni er beint má senda okkur á netfangið: trolli@trolli.is merkt vefmyndavél.

Myndir og texti: Gunnar Smári Helgason