Af tilefni 112 dagsins ætla viðbragðsaðilar í Húnaþing-vestra að efna til hópaksturs um Hvammstanga.

Almenningi er boðið með í bílana meðan pláss leyfir og verður lagt af stað í hópaksturinn frá Húnabúð kl 17:00

Að þessu sinni endar hópaksturinn við Húnabúð, þar getur almenningur fengið að skoða búnað, tæki o.fl og kynnst starfseminni sem fram fer þar.

Í Húnabúð verður uppsett tjald sem er í hópslysakerru Björgunarsveitarinnar Húna.

Íbúar Húnaþings vestra er hvattir til að kíkja við, þiggja kaffi og kökur og samfagna deginum með viðbragsaðilum í Húnaþingi vestra.