Fjarðargangan sem fram fór á laugardaginn 8. febrúar tókst með eindæmum vel. Tóku alls 240 kepp­end­ur þátt og var keppn­in því full­set­in, þótt móts­hald­ar­ar hafi fjölgað pláss­um frá því í fyrra.

Keppn­is­hring­ur­inn var 7,5 kíló­metr­ar og gengu kepp­end­ur í full­orðins­flokki ým­ist 15 eða 30 kíló­metra. Hluti göngunnar fór fram í miðbæ Ólafsfjarðar. Magnús G. Ólafson tók myndband af göngunni úr dróna og má sjá það hér að neðan.

Í 30 km göng­unni var það Arn­ar Ólafs­son sem sigraði í karla­flokki og Veronika Guseva í kvenna­flokki.

Önnur úrslit keppninnar má finna hér.

Myndband/Magnús G. Ólafsson

Forsíðumynd: skjáskot úr myndbandi