Formleg sumaropnun er hafin á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði.

Opnunartími er frá kl.14.00 -17.00 og verður opið flesta daga sumarsins.

Sem fyrr eru viðburðir alla daga kl. 16.00 og enginn aðgangseyrir.

Barnamenning verður áberandi á Ljóðasetrinu í sumar og er Barnamenningarsjóði þakkað kærlega fyrir styrk til setursins vegna þeirra viðburða.