Henrik Hernevie síldarsögu varðvörslu áhugamaður er einstakur og ötull sögusafnari. Pistlahöfundur fór í heimsókn til hans haustið 2018 og fékk að sjá hluta af síldardósasafninu hans, sem Henrik var með upp um alla veggi heima hjá sér í Lysekil.
Nú er hann komin með allt sitt safn í stóra skemmu sem tilheyrir gamalli og sögufrægri 11 hektara gróðrarstöð sem hann keypti í fyrra.
Þessi gróðrarstöð var á sínum tíma sú allra stærsta á norðurlöndum, með um og yfir 2400 tegundir af blómum, runnum, trjám og allskyns nytjajurtum.

Hún er staðsett í Immerstad 830, rétt fyrir utan Lysekil á vesturströnd Svíþjóðar, eiginlega á milli Brastad (Góðibær) og Sämstad (Slæmibær). Getur maður sagt óbeint, með orðaleikjabrandara þýðingu pistlahöfundar.

Það var stórkostleg upplifun að keyra út í skóg og sjá allan gróðurinn sem nú vex villt og stjórnlaust í gömlu gróðrarstöðinni og óvænt upplifun að sjá síldarminjasafn á sama stað. En einhvern veginn á þetta með gróðurrækt og síld samt samleið í höndunum á Henrik sem er með eindæmum skemmtilegur og fróður sögumaður.

Í greininni hér undir frá 2018 er að finna ýmsar staðreyndir um dósagerð, prentun og hönnun.

En í þessari heimsókn eru það miklu meira ljósmyndirnar sem segja okkur þessa merkilegu umbúðasögu sem Henrik hefur safnað í áratugi og sjón er sögu ríkari, því þetta er furðulegur staður og sumar dósir eru meira listaverk en dós.

ATH. Hægt er að skoða myndirnar einar og sér og stækka með því að smella á hvaða mynd sem er og þá er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að lesa myndaskýringartexta og aðrar sögur og útskýringar sem fylgja með.

Draumar í síldardósum

Henrik Hernevie dósasafnari, með eldgamla og glæsilega “Gubbens Íshafs Matjes síldardós.” Dósin er ávöl og í henni voru heil Matjes síldarflök.

ALLAR DÓSIR OG KAVÍARTÚBUR FÆÐAST FLATAR

Í rauninni er þetta ekki bara síldardósasafn, heldur miklu meira minjasafn um horfin umbúðaiðnað í Lysekil og nágrenni. Þar sem kringum 1960 um og yfir 600 mans hafði atvinnu í síldarverksmiðjum og til viðbótar vinna 380 manns við dósagerð og umbúðaframleiðslu og síðan bætist við um 100 manns sem vinnur við umbúðahönnun og prentun á blikkdósum og kavíartúbum.

Þetta var stór og mikilvægur iðnaður sem var mjög háður innflutningi á góðri síld og hrognum í kavíargerð frá Íslandi.

Þetta er allt meira og minna horfið í dag. En þökk sé Henrik getum við fengið að sjá þessa matvæla umbúðasögu þar sem mikið er lagt í að pakka t.d. góðri Íslenskri síld í fallegar umbúðir.

Það var og er enn flókið ferli að prenta myndir og fl. á dósir. Margar eldri “emalj” dósir þóttu það flottar að húsmæður spöruðu þær og notuðu undir tölur og saumadót.

Í safni Henriks er allt þetta flóka vinnsluferli frá ólíkum tæknitímabilum sýnt og útskýrt á skemmtilegan og fræðandi máta.

Mjög svo falleg og sjaldséðemalj” síldardós frá 1910 – 20 frá fyrirtækinu SFKF (Sveriges förenade konserv fabriker)
Jsland= Ísland. Falleg dós með einkennilegu innihaldi. Litaður reyktur ufsi” Pistlahöfundur minnst þess að hafa borðað Íslenskan “HAFSLAX” úr dós sem álegg ofan á brauð í denn… og innihaldið var það sama og í þessari dós.

SOKKAR Í DÓS…
og annað furðulegt!

Í safninu eru líka ýmsir auglýsingamunir og þar á meðal sokkar í niðursuðudós og jafnvel bjórdósir með mynd og nafni afmælisbarna og fl. skemmtilegt.

Prentplötur og gamlir prentsteinar sýna okkur líka merkilega sögu um harða samkeppni þar sem allir segjast selja bestu jólasíldina.
Þær dósir eru einstaklega flottar og vandaðar.

Matjes-síld og gamlir prentsteinar.
Henrik og sokka niðursuðudósin. Í bakgrunninum sjást skemmtilegar bjórdósir.

IMMERSTADS GAMLA ÖRTGÅRD…

…heitir í dag Immestads Konservmuseum. (Dósasafn)

Áður en við kíkjum á dósasafnið í rauðu skemmunni, þá verðum við að kíkja aðeins í kringum okkur í gróðrarstöðinni sem Henrik keypti í fyrra. Hann var upptekin með gesti þegar pistlahöfund bar að garði en Nils sonur hans gekk með mér og tveimur íslenskum vinum frá Lysekil og sýndir okkur gömlu gróðrarstöðina sem lítur út eins og yfir vaxinn höll í sögunni um Þyrnirós, þegar prinsinn loksins kom og kyssti hana og vakti úr löngum svefni.

Formlega var öll ræktun lögð niður hér árið 2005 og eins og sjá má á myndunum hér neðar, er skógurinn fljótur að gleypa allt með húð og hári og sum ávaxtatré eins og t.d. þetta fallega Kíví ávaxtatré, hér undir, er búið að brjóta sér leið út úr gróðurhúsinu gegnum bæði glugga og þak.

Það er ærin vinna við að hreinsa upp á þessu fallega 11 hektara svæði, sum gróðurhús verða líklega rifinn og eins og sjá má í myndalbúmi 1 hér undir er það greniskógurinn sem vex hraðast og hann treður sér inn á milli og kæfðir bæði ávaxtatré og japönsk skrauttré.

MYNDAALBÚM 1.

Eins og sjá má á myndunum er þetta sannkölluð Þyrnirósasaga, en samtímis er allt á réttri leið hjá þeim feðgunum Henrik og Nils og landslagið opnast meira og meira og sú flóra sem var hér áður fyrr í stærstu gróðrarstöð norðurlanda kemur fram í dagsljósið.

MYNDAALBÚM 2.
Dósa og umbúðasafn og fl.

AÐ LOKUM…

…Dansandi og syngjandi síld.

Tre små sillar · Sven Arefeldt (YouTube.com)

Í revíutextanum frá 1949 segir meðal annars:

Síld í dill, síld í dill

Engin síld vill verða

síld í dill…

Höfundur og ljósmyndari:
Jón Ólafur Björgvinsson

Þakklætiskveðja til Henriks Harnevie og Immestads Konservmuseum.

Aðrar áhugaverðar myndasyrpur sögur með mörgum minningum og myndum frá liðnum tíma:

ANLEGGIÐ! DULARFULL BRYGGJUEYJA OG FL. 30 MERKILEGAR MYNDIR

SIGLFIRSK FARARTÆKI OG ÝMIS SKRAPATÓL. 1 og 2 HLUTI. 130 MYNDIR

BASSI MÖLLER. MINNING UM MANN. 25 MYNDIR

HEIMSFRÆGAR SKÚTUR OG MYNDAALBÚM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA. 50 MYNDIR

MINNINGAMYNDASAGAN SEM ALÞÝÐA ÍSLANDS SAFNAR OG SMÍÐAR

SIGLÓ SÍLD! ÚR MYNDASAFNI BJÖRGVINS VERKSTJÓRA. 60 MYNDIR

ÖRSÖGUR ÚR MYNDAALBÚMI ÁSTVALDS (50 MYNDIR)

HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 MYNDIR

PÓLITÍSKT UPPELDI Í SÍLDARLAUSUM SÍLDARBÆ. 50 MYNDASYRPUSAGA

HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.

RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI og 2 hluti 100 MYNDA-SYRPUSAGA

MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. FYRRI OG SEINNI HLUTI (100 MYNDIR)

GRÍMUBÚNINGAR & LJÓSMYNDASTOFA SIGLUFJARÐAR / MYNDASYRPUSAGA

KAÐLA OG KLIFUR ÆVINTÝRA MYNDASYRPUSAGA

JÓLASVEINNINN Í KJÖTBÚÐINNI ER AFI MINN

HRUN OG BRUNI – MYNDASYRPUSAGA

SUNNUDAGUR Í ZÍON OG FL. SKEMMTILEGT!

MEISTARI HLÖÐVER! GEFÐU OKKUR FRÍ. “MYNDASYRPA”

HORFIN ÆVINTÝRAHEIMUR: SKOGER, EVANGER, TORDENSKJOLD… OG ÉG! 1 og 2 HLUTI

HEBBI MÁLARI OG NORRÆN SÍLDARSÖGU VINÁTTA. 1 – 4 HLUTI.

MYNDASYRPA: SIGLUFJÖRÐUR UM 1960

FURÐULEGAR GÖTUR 1 – 4 HLUTI

100 ára afmæli! Göngutúr um heimahaga, 7 hluti, SIGLFIRSKT ! 80 myndir