Ertu einyrki, vinnur sjálfstætt eða í fjarvinnu? Hefur þú áhuga að hitta aðra í sömu sporum?

Dalvíkurbyggð og SSNE bjóða einyrkjum, einstaklingum í fjarvinnu og sjálfstætt starfandi í kaffispjall í Menningarhúsinu Bergi á morgun, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 10:00.

Fundurinn er fyrir alla þá sem starfa á eigin vegum og vilja hitta aðra til að ræða hugmyndir sínar, styrkja tengslanetið og alla þá umræðu sem þörf er á.

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við:
Íris Hauksdóttir, irish@dalvikurbyggd.is, s. 847-4176
Anna Lind, annalind@ssne.is, s. 8487440