Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar á 728. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar, þar kom fram að þann 24. janúar hafi tilboð verið opnuð í verkefnið „Aðstöðuhús við tjaldsvæðið í Ólafsfirði“.

Þrjú tilboð bárust í verkið en eitt þeirra reyndist ógilt.

Eftirfarandi tilboð koma því til álita,
Sölvi Sölvason bauð kr. 23.831.901 og L7 ehf. kr. 23.965.736.
Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðar upp á kr. 23.256.140.

Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar, verði tekið.

Bæjarráð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda Sölva Sölvasonar í verkið „Aðstöðuhús við tjaldsvæðið í Ólafsfirði“ og fól bæjarstjóra að undirrita verksamning vegna verksins fyrir hönd sveitarfélagsins.