Fasteignamiðlun  kynnir eignina Námuvegur 8, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-4315 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Námuvegur 8 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4315, birt stærð 592.5 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá myndir: HÉR

Eignin sem um ræðir varð fyrir tjóni við bruna árið 2023 þegar kviknaði í út frá skotbómulyftara í suðurenda eignarinnar. Í tjónamatsgerð kemur fram að engin skerðing hafi mælst í burði í rifjabitum á brunastað og engin munur sé á norður og suðurenda. Miklar sótskemmdir urðu sem búið er að hreinsa að mestu leyti með viðeigandi hætti og mála yfir í rýminu sem verst varð úti við brunann. Búið er að hreinsa út úr húsinu milliveggi, létta veggi, gólfefni og einangrun úr lofti og þaki. 
Með eigninni fylgja tryggingarbætur að upphæð um 32,0 milljónir sem greiddar verða út til eiganda eftir framvindu endurbyggingar og endurbóta á húsinu sbr. 13.gr. tryggingarskilmála EF10 hjá VÍS sem og 3.gr.laga um brunatryggingar nr. 48/19944.

Eignin sem hýsti áður Skiltagerð Norðurlands er iðnaðarhús byggt árið 1980, uppbyggt með steinsteyptum gólfum og útveggjum, einangrað og múrpússað innan á útveggi. Rými á 1. hæð voru áður hólfuð niður með léttum milliveggjum, sem hafa verið fjarlægðir í dag og svæðið hreinsað og málað, því um að ræða stóran geym með miklum möguleikum. Að undanskildum hluta af norðurhlið eignarinnar sem að mestu slapp við sótskemmdir og hefur verið notað sem verkstæði. Milligólf er uppbyggt með rifjaplötum en rishæð var innréttuð og klædd að hluta. Í suðurhluta þar sem skrifstofa og prentrými var staðsett hefur rýmið verið opnað og hreinsað og er í dag um að ræða stóran geym sem er með opnanlegum hurðum í norður og suður. Þak er uppbyggt með timbursperrum og þak klætt með báruklæðningu. Ástand eingarinnar er ágætt þó framkvæmda sé orðið þörf að utan.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali