Ungmenni fulltrúar Fjallabyggðar á Farsældarþingi í Hörpu.

Í dag stendur yfir Farsældarþing í Hörpu. Á þessu fyrsta Farsældarþingi eiga fagfólk, þjónustuveitendur, stjórnvöld, börn og aðstandendur víðtækt samtal um farsæld barna og er þingið mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um farsæld barna.

Á þinginu eru um 800 þátttakendur en auk þess eru 200-300 manns í beinu streymi gegnum vef Stjórnarráðsins.

Á þessu þingi er mikil áhersla lögð á þýðingarmikla þátttöku barna og voru tekin frá 50 sæti fyrir börn á aldrinum 12-17 ára. Fjallabyggð tekur þátt í þinginu og þar sitja tveir fulltrúar ungmenna í Fjallabyggð, þau Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Víkingur Ólfjörð Daníelsson ásamt Sölku Hlín Harðardóttir frístundafulltrúa.

Meðfylgjandi mynd er tekin á þinginu og birt með leyfi þátttakenda á vef Fjallabyggðar.  

Dagskrá þingsins.

Forsíðumynd/Þátttakendur á Farsældarþingi.Frá vinstri: Salka Hlín Harðardóttir, Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Víkingur Ólfjörð Daníelsson.