Lagt fram á 285. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar erindi Anitu Elefsen f.h. Síldarminjasafns Íslands þar sem óskað er eftir því að listaverkið Síldartorfan fái að standa á landfyllingu austan Róaldsbrakka til frambúðar.

Verkið stendur yst á landfyllingunni og kemur ekki í veg fyrir gott aðgengi að bátarennu sem staðsett er austast á svæðinu.

Jafnframt er óskað leyfis fyrir því að Síldarminjasafnið fegri svæðið umhverfis verkið með einföldum gangstíg og undirlagi undir sjálft verkið og umhverfis það. Notast verði við hellur eða möl. Einnig verði sett upp einfalt, lágreist upplýsingaskilti. Þessar framkvæmdir yrðu á kostnað og ábyrgð Síldarminjasafnsins.

Nefndin tók vel í erindið og samþykkir að listaverkið fái að standa þarna til frambúðar með því skilyrði að ekki verði þrengt að bátarennu.

Síldarminjasafnið fær síldartorfu

Mynd/Síldarminjasafnið