Marinó Flóvent Birgisson er lærður bakari og vann við það í 18 ár hér á árum áður og hefur nú tekið upp sleifina aftur og bakar nú fyrir kaffihús í Reykjavík í hlutastarfi.

Ásamt því að halda úti YouTube rásinni Majó Bakari  ( https://www.youtube.com/majobakari ) sem er á íslensku og að mestu leyti um súrdeigsbakstur.

Að þessu sinni birtir Trölli.is Youtube myndband Marinós Flóvents þar sem hann kennir bakstur á snúðum sem eru algjörlega ómissandi til að eiga með fyrir börnin eða gesti og gangandi.

Uppskrift:

Snúðadeig:
200g Mjólk
2 Egg
600g Brauð hveiti
300g Súr
50g Sykur
10g Salt
200g Smjör
Bakað á 180° í 12-15 mín.

Fylling í kanelsnúða:

150g Smjör
250g Púrðursykur
2 Tsp Kanel
Allt sett í hrærivél og hrært létt og ljóst.

Fylling í pizzasnúða:

Pissasósa (magn eftir smekk)
Tómatpurre, ein lítil dós
Oregano
og hvaða kridd sem þú villt