Matvælastofnun varar við neyslu á Alibaba falafelvefjum (kjúklinga shawarma vefju og grillaða kjúklingavefju vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda (mjólkurafurðir) og hummus vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda (sesamfræ)  og ófullnægjandi merkinga sem fyrirtækið Shams ehf. framleiðir. Veganvefja er einnig innkölluð vegna ófullnægjandi merkinga.  Fyrirtækið hefur, með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðarbæjar ogKópavogs, innkallað vörurnar og sent út fréttatilkynningu.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur/dagsetningar.

  • Vörumerki: Alibaba
  • Vöruheiti: Kjúklinga shawarma vefja, grilluð kjúklinga vefja, Falafel vefja – vegan og hummus
  • Framleiðandi: Shams ehf.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Allar lotur / dagsetningar
  • Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C
  • Dreifing: Nettó Búðakór, Nettó Granda, Nettó Mjódd, Nettó Hafnarfirði, Nettó Nóatúni, Nettó Sunnukrika, Krambúðin Laugalæk, Krambúðin Borgartúni, Krambúðin Hófgerði, Háskólabúðin H.

Ítarefni