Opinn samráðsfundur verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði fimmtudaginn 5. janúar kl. 17:00 um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023.

Þar gefst hagsmunaaðilum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við kjörna fulltrúa og bæjarstjóra t.d. vegna hugsanlegra tillagna Fjallabyggðar um sérreglur.

Bæjarfélaginu er gefinn frestur til 13. janúar nk. að senda Matvælaráðuneytinu tillögur um sérreglur.

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri.