Umf Glói verður með hlaup fyrir börn fædd 2006 – 2013 á 17. júní og munu tveir árgangar hlaupa saman.

Hlaupið fer fram kl. 11.00 á malarvellinum á Siglufirði og eru börn á þessum aldri hvött til að vera með.

Hlaupið var endurvakið í fyrra eftir nokkurra ára hlé og stefnir félagið að því að gera það aftur að föstum lið á þjóðhátíðardaginn.


Mynd: Umf Glói, þátttakendur frá hlaupinu í fyrra