Lög­regl­an á Norður­landi eystra ósk­ar eft­ir vitn­um eða upp­lýs­ing­um vegna at­viks á bif­reiðastæði við Hofs­bót, sunn­an við Bif­reiðastöð Odd­eyrar, BSO um klukk­an 15:30 í dag, mánu­dag.

Tveir aðilar virðast hafa átt þar í átök­um og ann­ar þeirra eða báðir veist að þeim þriðja er kom þar að. Seg­ir lög­regla vitað að vitni voru að at­vik­inu en hún hafi ekki náð til þeirra allra. Þeir sem telja sig hafa upp­lýs­ing­ar um málið og lög­regla hef­ur ekki haft sam­band við eru beðnir að setja sig í sam­band við lög­regl­una á Ak­ur­eyri, annaðhvort með skila­boðum gegn­um Face­book eða með því að hringja í 112.