Kolbeinn Óttarsson Proppé og Magnús Magnússon mættu fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Stráka á 757. fund bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem þeir óskuðu eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi.

Bæjarráð þakkaði Kolbeini og Magnúsi fyrir greinargott erindi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við Kolbein og Magnús og kalla eftir frekari gögnum. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.