Miðvikudaginn 10. júní kom hópur af krökkum á aldrinum 11-14 ára á fyrsta sumarmatreiðslunámskeið “Matur er manns gaman” á Kaffi Klöru í Ólafsfirði.

Námskeiðið var hið fyrsta af þremur sem haldin verða núna í júní. Ef áhugi er fyrir mun Kaffi Klara einnig halda 2 – 3 námskeið í ágúst.

Ída Semey segði um hópinn sem tók þátt í námskeiðinu að þessu sinni. “Þetta var flottur orkumikill og jákvæður hópur sem tókst á við að elda ítalskan mat frá grunni. Við gerðum tiramísú, pasta frá grunni, fíflapestó, litlar kjötbollur, tómatsósu og svo sá hópurinn um að leggja á borð og servera fyrir ættingja sem komu og borðuðu með þeim. Það þurfti ekki að segja þeim að segja frá hvernig maturinn var búinn til. Og svo gengu þau frá og þurrkuðu af”.

Það verður spænskt matar þema á námskeiðinu sem haldið verður 18. júní og mexíkóskt þema þann 24. júní.

Myndir: Kaffi Klara