Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir gamanleikinn Bót og betrun í Tjarnarborg í kvöld, föstudaginn 5. apríl kl. 20:00

(Ath. myndirnar eru teknar á æfingu, svo leikmynd og búningar eru ekki fullgerð á myndunum).

Leikritið er eftir enska leikskáldið Michael Cooney og í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur.

Leikstjórinn, María Sigurðardóttir á langan feril að baki.  Hún var leihhússtjóri Leikfélags Akureyrar 2008-2011 og hefur unnið við leikstjórn um árabil bæði í atvinnuleikhúsi og áhugaleikhúsi sem og við kvikmyndir.

Leikritið nefnist á frummálinu Cash and delivery og er breskur farsi sem farið hefur víða og fengið mjög góða dóma. Það fjallar um mann sem grípur til þess ráðs að svíkja fé út úr kerfinu með tilhæfulausum bótakröfum eftir að hann missir vinnuna. Dag einn berja örlögin að dyrum og fer að trosna úr lygavefnum. Þá hyggst okkar maður gera bót og betrun.

Sýningar verða sem hér segir:

  • Frumsýning 5. apríl kl. 20:00
  • Önnur sýning 9. apríl kl. 20:00
  • Þriðja sýning 10. apríl kl. 20:00

Miðapantanir í símum: 863-2604 Guðrún Unnsteins og 849-5384 Vibekka.

Andri Hrannar niðursokkin í hlutverk sitt

 

Það eru margir á bakvið tjöldin í leikritinu