Á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar þann 3. apríl var lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi Eystra, dags, 27.03.2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku kt. 460184-0109, Ólafsfjarðarvegi, Ólafsfirði, um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um tækifærisleyfi og/eða tímabundið áfengisleyfi fyrir sitt leyti.