Eins og síðustu ár verður hrekkjavakan haldin hátíðleg í félagsmiðstöðinni Óríon á Hvammstanga.

Hrekkjavöku partýið verður haldið laugardaginn 29. október.

Partýið er frá kl 16:00 -18:00 í Óríon og eftir það verður gengið í hús. Þeir bæjarbúar sem eru tilbúnir í grikk eða gott eru vinsamlegast beðnir að setja lukt, ljós eða skreytingar við hús sín til að sýna börnum að þau séu velkomin.

Krakkar eru hvattir til að koma með hryllilegar en bragðgóðar veitingar til að leggja á hlaðborð í partýinu.

Mælt er með því setja endurskinsmerki og/eða láta börnin hafa vasaljós þar sem farið er að dimma verulega á þessum árstíma.

Verðlaun verða veitt fyrir besta búninginn í partýinu.

Mynd/pixabay