Í gærkvöldi var “hittingur” hjá Markaðsstofu Ólafsfjarðar í menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, þar sem mættir voru fulltrúar frá ýmsum ferðaþjónustu-aðilum í Ólafsfirði og fleiri.

Kolbrún Elfa Sigurðardóttir kynnti verkefni sem ber vinnuheitið: “Húsin í Horninu” og varðar sögu merkra húsa í Ólafsfirði og hvernig mætti varðveita hana og kynna fyrir jafnt ferðamönnum sem heimamönnum.

Kolbrún Elfa Sigurðardóttir

 

Bjarney Lea Guðmundsdóttir kynnti Vestnorden ráðstefnuna sem fram fer á Akureyri 2.-4. október næstkomandi, og möguleika aðila í ferðaþjónustu til að nýta sér hana.

Bjarney Lea Guðmundsdóttir

 

Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason kynntu starfsemi sína, FM Trölli og Trölli.is, í boði Idu Semey sem stjórnaði fundinum.

Ida Semey

 

Góð stemming var á fundinum og margt spjallað. Gott framtak hjá Ólafsfirðingum.

 

Frétt og myndir: Trölli.is