Í þessari myndasyrpu birtast ykkur 50 ljósmyndir úr fjölskyldualbúmi Arne Stensholm frá Skärhamn. Arne og bræður hans Gösta og Kent fóru allir mörgum sinnum í þriggja mánaða reknetaveiðitúra við Íslandsstrendur með stórum fraktskútum sem var breytt í síldveiðibáta yfir sumartímann. Tvær af þeim skútum sem eru nefndar í þessari sögu urðu seinna heimsfrægar. Fraktskútan Tullan varð heimsfræg kvikmyndastjarna og heitir í dag Earl of Pembroke og önnur stór stálskúta sem hélt Westa LL 103 breyttist í Estelle av Åbo sem var eitt af þeim “Ship to Gaza” skipum sem Ísraelsher hertóku sumarið 2012.

Faðir Arne, var Nils Stensholm, frægur skipstjóri, en hann eyddi 29 sumrum í síldveiðar við íslandsstrendur sem og einnig úti við Jan Majen.
Fyrsta reknetatúrinn fór Nils 15 ára gamall með Oskar föður sínum sumarið 1927, hann tók nokkra ára pásu á meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði og hélst síðan ótrauður áfram eftir stríð.

ATH. Ef þið smellið á mynd í greininni er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að skoða alla söguna í heild sinni. Ef þú, lesandi góður, villt skoða myndirnar betur með því að stækka þær er best að fara beint inn á vefinn trolli.is og finna greinina þar. Ef slóðin er opnuð í gegnum Facebook getur verið lokað á að skoða myndirnar í stærra formi.

Nils Stensholm. Skipstjóri með alvöru sjóara húðflúr á handleggnum.

Eins og sjá má á forsíðumyndinni hér ofar af skútunni Regina LL 549 sem er tekin í landlegu á Siglufirði, þá eru þetta stórar og miklar tveggja til þriggja mastra skútur sem Svíar notuðu í þessum þriggja mánaða síldveiðitúrum. Í þessari gömlu grein á siglo.is er sagt ýtarlega frá rekneta veiðum og fleiru sem við kemur Sænskri síldveiði við Íslandsstrendur.

De seglade från Tjörn…….Til SIGLÓ. (50 myndir)
sksiglo.is | Greinar | 29.10.2017 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 2093 

Tveir gamlir síldarsjómenn frá Svíþjóð, Arne Stensholm 78 ára og Bernt Bennis 90 ára ræða við Íslenskt tröll heima á Sigló í garðinum hjá Gistiheimilinu Hering House. Ljósmyndari: Jón Ólafur Björgvinsson. Mynd lánuð úr greininni: SKANDINAVÍSK LANDLEGA Í MÁLI OG MYNDUM (2018)

Þessar dásamlegu ljósmyndir bárust til pistla höfundar í gömlu slitnu albúmi sem datt í sundur þegar því var flett. Ljósmyndirnar eru margar hreyfðar og í lélegum fókus. Þær eru allar teknar á gamlar ódýrar kassamyndavélar á árunum 1945 – 1960 um borð í veltandi skútum og flestar eru heimaframkallaðar án stækkara.

Þar af leiðandi eru margar af þessum ljósmyndum rétt tæplega stærri en eldspýtustokkur, sem sagt myndin er jafnstór og sjálfur filmuramminn var á sínum tíma. Myndirnar voru erfiðar í vinnslu, en þrátt fyrir að þær séu ekki í heimsins bestu gæðum þá segja þær mikla sögu sem var okkur Íslendingum frekar ósýnileg.

Því þessi síldveiðisaga gerðist úti á ballarhafi.

Þrír úr áhöfninni á Tullan. Kent Stensholm með björgunarhring um hálsinn. Eins og sjá má á þessari mynd eru margar af myndunum hreyfðar og í lélegum fókus.

Það er erfitt að vita nákvæmlega hvenær og um borð í hvaða skútu hver mynd fyrir sig er tekin. Skútunöfn eins og Poseidon og Hallö eru nefnd til sögunnar, en flestar af myndunum virðast vera teknar um borð í Tullan og seinna um borð í Westa LL 103.


TULLAN / EARL OF PEMBROKE

Eins og áður sagði varð Tullan heimsfræg kvikmyndastjarna eftir að hún fór á eftirlaun sem frakt og síldveiðiskúta. Eikarskútan Tullan var byggð og sjósett árið 1945 í Svíþjóð og sigldi lengst af undir Dönskum fána og var um tíma skráð sem fraktskúta í Svíþjóð (1947-1959) .
Hún er að lokum seld 1979 til Englands og þar er henni breitt í sýningar og skemmtiferðaskútu, sem á að líkjast HMS Endeavour skútunni sem Captain Cook notaði þegar hann fann Ástralíu. Samtímis var henni gefið nafnið Earl of Pembroke.

Þetta er líklega ein sú frægasta skúta sem komið hefur til Siglufjarðar og hér undir eru nefndar nokkrar kvikmyndir sem hún hefur leikið í:

14 segl uppi. “Earl of Pembroke sail plan” Sjá meira hér á Wikipedia, Earl of Pembroke (tall ship)

Arne Stensholm í stýrishúsinu á Tullan sem seinna verður Earl of Pombroke.

WESTA LL 103 / Seinna Estelle av Åbo

Stálskútan Westa LL 103 í heimahöfn.
Vesta / Westa LL 103, smíðuð 1922 í “Emden av Schulte & Bruns Abteilung Werft und Dockbetreib”

Þessi stóra stál fraktskúta var byggð í Þýskalandi 1922 og var upprunalega með tveggja sílinda 10 hesta gufuvél. Árið 1953, eftir 10 ára landlegu í eftirstríðsára hrjáðu Þýskalandi var hún seld til Svíþjóðar. Hún var síðan öll tekin í gegn og lengd sama ár við Marstrands Mekaniska Verkstad og samtímis fékk hún í sig stærri vél. (240 hestafla 4-cyl Alpha Diesel mótor.)

Hún var síðan mest notuð í timburflutninga víðs vegar við strendur Svíþjóðar og nágrannalanda.

Timburflutingamenn um borð í Westa. Allan Nilsson, Arne og Kent Stensholm.

Arne Stensholm fór í 92 sólarhringa langan síldveiðitúr sumarið 1958. Westa var vel til þess fallin að fara í langa túra, því um borð voru risastórir vatnstankar sem tilheyrðu gömlu gufuvélinni.

Þetta sumar hélt síldin sig úti við Jan Majen og síðsumars langt utan við austurströnd Íslands og Arne minnist þess með þeir sáu ekki til lands í 90 daga í þessum túr, maturinn varð leiðigjarn og vondur og dagar og nætur runnu saman í stanslausa vinnu.

Ungur og vöðvastæltur Arne klifrar upp í rjáfur og reynir að sjá til lands.

Ship to Gaza og Westa LL 103 / Estelle av Åbo

1965 var Westa seld til Finnlands og var hún notuð í ýmis flutningaverkefni þar, lengst af undir nafninu Estelle av Åbo.
1986 er hún seld hjálpasamtökum sem hófu flutninga á allskyns hjálparsendingum til fátækra landa og á bakaleiðinni var fluttur sölu varningur sem síðan var seldur víðs vegar um Evrópu sem “Fair trade” vörur. Þessum flutningum var hætt vegna fjárskort 2010 og tveimur árum seinna er skútan seld sænsku hjálparsamtökunum Ship to Gaza (Sweden)

12 október 2012 er skipið ásamt 30 manns hertekið af sjóher Ísraels og dregið í land, skúta og “ólöglegur” varningur gerður upptækur.
En um borð i Estelle voru einungis nauðsynleg matarhjálp, ætlaður almenningi í Palestínu, hjólastólar, barnabækur, 600 fótboltar og 40 tonn af sementspokum.

Hæstiréttur Ísraels skipaði sjóhernum að skila skipinu 2016, en hún er samt enn í dag í Ísrael.

Sjá meira hér undir og fleiri myndir af þessu sögufræga skipi.
Westa – Nr 9500 – IMO 5108883

Westa/Estelle av Åbo siglir fyrir fullum seglum sem Ship to Gaza skip 2012. Ljósmyndari óþekktur. Mynd og upplýsingar lánað frá heimasíðunni: Ingemar Gollungbergs hemsida för skutor. Þetta er frábær heimasíða og þar er að finna upplýsingar og myndir af flest öllum tré og stálskútum (ca 250) sem hafa haft Skärhamn sem heimahöfn.

ÚR MYNDAALBÚMI SÆNSKRA SÍLDVEIÐISJÓMANNA

Það er heilmikið fyrirtæki að breyta fraktskútu í reknetaveiðiskip, undirbúningur heft oftast fyrir Jónsmessu og þá eru smíðaðar grunnar lestarsíur upp á dekki. Um og yfir 1000 metra langt reknet tekið um borð með tilheyrandi leðurbelgjum, tómum tunnum, salti, kryddi og vistum fyrir þriggja mánaða síldveiðitúr við Ísland. Oftast er siglt af stað um mánaðamótin júní/júlí.

Unnið við að gera klárt heima í Skärhamn.
Sérsmíðaðar grunnar lestarstíur fyrir rekneta síldveiði og söltun um borð í fraktskútum, tunnur og reknetabelgir í bakgrunninum.
Afi Arne Stensholm hét Oscar Nilsson og var reyndur síldveiði maður. Hét situr hann með barnabarn í fanginu við bryggju í Edshultshall.
Vinir og ættingjar kveðja í Edshultshall.

Landsýn á leiðinni

Sögufræg Norsk brú í Haugesund.
Einhverstaðar á austfjörðum eða jafnvel i Færeyjum.
Íslenskt fjall eða Jan Majen?
Óþekkt fjall.

Lífið um borð… á síldarsöltunarplani sem er stanslaust á hreyfingu

Eftirfarandi myndir úr myndaalbúmi fjölskyldu Arne Stensholm sýna okkur reknetaveiðar og síldarsöltun um borð á tímabilinu 1945 – ca 1960 og tala flestar sýnu eigin máli. Þarna eru nokkrir reyndir síldveiðimenn sem kunna allt og vita vel hvað bíður þeirra í þessum 90 daga túrum og þarna eru líka ungir og óreyndir menn í ævintýraferð og sumir eru með myndavél og taka myndir af öllu mögulegu til þess að geta sýnt og útskýrt fyrir fjölskyldu og vinum hvað þeir voru að vinna við þarna úti á ballarhafi við enda veraldrar. Menn eru ekki mikið í því að snyrta hár sitt og skegg, allt látið vaxa villt í 3 mánuði, því þetta snýst allt saman um síld og meiri síld og vinnu allan sólarhringinn.
En þetta er hættuleg vinna, því það er allt á fleygi ferð á sleipu dekkinu.

Áhöfnin á Tullan og stórir leður reknetabelgir í bakgrunninum.
Östen Thunesjö, velskeggjaður stoltur sjóari.
Ungur og óreyndur Kent Stensholm sitjandi í reknetahólfinu.
Horft á reknetið renna út.
Reknetið dregið inn.
Síldin hrist úr reknetinu.
Fullar lestarstíur af feitri síld og reknetið dregið þvert yfir bátinn miðjan.
Best að drífa sig í vinnugallann fyrir söltun. Erik Johansson átti afmæli þennan dag.
Síldarsöltun um borð.
Unnið í miðnætursólskyni.
Vinna og aftur vinna.

Smá grínpása og snaps á dekkinu eftir góðan síldveiðidag.

Frágangur og frívakt

Síðhærður Arne Stensholm þvær sjóstakkinn sinn eftir söltun.
Reknetin hengd upp og þurrkuð.
Skipper Nils Stensholm fær sér snapps eftir góða veiði.
Grín og gleði, Nils skipsstjóri dregur í hárlubbann á Arne syni sínum.
Síðhærður Arne
Ingemar Johansson fær sér smók í landlegu á Seyðisfirði. .
Nils skipstjóri á Seyðisfjarðarbryggju.
Landlega á Seyðisfirði. Í blíðskaparveðri við að dorga eftir þorski.
Það verður samt alltaf einhver að vera í brúnni með kíkir.
Forvitnir háhyrningar við reknetið. Það gat valdið miklum vandræðum og tjóni ef háhyrningarnir festu sig í reknetinu.
Háhyrningar.

Myndir af skútum og skipum

Það var svo sem ekki mikið að sjá úti á endalausu hafinu annað en aðra síldveiðibáta….
… og þó sumt var frekar merkilegt eins og myndir hér undir sýnir.

Sovétískur reknetabátur. Það var sjaldséð að komast í návígi við þann flota sem Sovétríkin voru með á Íslandsmiðum. Sögusagnir segja að flestir áhafnarmeðlimirnir hefðu verið þvingaðir um borð í þessa síldveiði verksmiðju þrælabáta.

Með þessari ljósmynd fylgir merkileg saga frá Arne Stensholm:

“Vorið 1958 fóru stálskúturnar Westa LL 103, og Tjörnö í samfloti með eikar fraktskútunni Rudolf LL 491 á tilrauna reknetaveiðar úti við Jan Majen. Við vorum allt of snemma á ferðinni og fengum enga síld í reknetið. Daginn sem þessi mynd var tekin höfðum við séð í fjarska stóran flota af Sovéskum verksmiðju móðurskipum og slatta af minni fylgibátum þeirra. Annars var ekkert annað að sjá þarna annað en endalaust haf og himinn. Okkur hundleiðist og við erum allir inni í messanum þegar þessi Sovét síldar reknetabátur birtist allt í einu við borðstokkinn hjá okkur. Við urðum eiginlega hálf hræddir, en Rússunum leiddist greinilega jafn mikið og okkur Svíunum og Rússneski skipstjórinn sem talaði ágætis þýsku býður pabba að koma um borð til þeirra í kaffi og snaps.

Nils skipstjóri kvaðst ekki mega yfirgefa skipið, en hann leyfir okkur að róa yfir til rússana. Með okkur á Westa var þýskur stráklingur og svo einn annar háseti sem kunni þýsku. Sovét skipstjórinn hafði verið liðsforingi í innrás Rússa í Þýskaland og hafði einnig verið þar nokkuð eftir stríð. Okkur var boðinn heimatilbúinn vodki (landi), kaffi og eitthvað súrt úr glerkrukka að borða. Við stoppuðum þarna þó nokkra stund og rússarnir sögu okkur að þeim væri skipað vað munstra sig um borð í þennan Jan Majen flota og að þeir yrðu að vera um borð í heilt ár.

Það var víst mjög óvanalegt að Sovétskip væru í einhverjum samskiptum við útlenska síldarbáta, nema þá í algjörum neyðartilvikum. Líklega var þeim harðbannað að haf samskipti við útlendinga.

Við kláruðum svo þennan leiðinda tilrauna vortúr á nokkrum vikum og fengum enga síld. Fórum heim og tókum smá frí og fórum svo aftur síðsumar á síldveiðar, fyrst uppi við Jan Majen og svo fylgdum við síldinni austur fyrir land og eins og áður sagði, sáum við ekki land í 90 sólarhringa.
Bætir Arne í við sögulok.”

Bátalíkan af tré fraktskútunni Rudolf LL 491, tilbúinn í reknetaveiði við Ísland. Ljósmyndari: Jón Ólafur Björgvinsson.

Sjá meira hér:

PÅ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóðum sænskra síldveiðimanna! Lysekil (25 myndir)
sksiglo.is | Greinar | 28.07.2017 Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1285 |

Síldveiðifloti úti við Jan Majen. Flest allt stór móðurskip/verksmiðjuskip frá Sovétríkjunum. Myndin er tekin í maj 1958.
Sænska tveggja mastra síldveiðiskútan Rudolf LL 491. Á siglingu úti við Jan Majen 1958.
Vidar frá Edshultshall. Fleiri frábærar skútumyndir og meira hér um Vidar og fleiri fraktskútur frá Edshultshall sem fóru reglulega á “Islandsfiske” frá 1930 – 1960. ATH: Textinn byggir á segulbands viðtölum við eldri sjómenn og allt er skrifað á Tjörn málísku, sem er næstum eigið tungumál sem fáir tala í dag.

http://www.lanspumpen.se/nummer/2005_3.pdf
Drekkhlaðin skúta með tunnur uppi á stýrishúsinu.
Gömul óþekkt stálskúta.
Óþekkt skúta.
Forsíðumyndin aftur í fullri stærð. Regina LL 549 á Siglufirði.
Betri mynd af Reginu á siglingu 1958 með timburfarm. Ljósmyndari: Stina Thuvik. Ljósmynd lánuð frá Ingmar Gollungberg. Sjá meira hér: Regina – Nr 4860

AÐ LOKUM…

Stig Eriksson, ungur “Islandsfiskare” á heimleið með fullfermi af “stor fet Islandssill”

Höfundur texta og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson.

Heimildir:
Viðtöl við Arne Stensholm og Ingmar Gollungberg.
Vísað er í aðrar heimildir gegnum slóðir í greininni.

Aðrar sögur, myndasyrpur og pistlar eftir sama höfund finnur þú hér á trölli.is:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON

Þar á meðal þessa einkennilegu síldarsögu sem sýnir okkur að SÍLD er einkennilegur fiskur og kannski yfir það hafin að vera kallaður fiskur.

HJÄLP! SÍLDIN RÆÐST Á OKKUR.

og aðrar sögulegar greinar um síldveiði sem og ljósmyndasyrpur eftir sama greinarhöfund finnur þú á bæði siglo.is. og trolli.is.
Sjá lista hér undir:

SÍLDARSAGA FRÁ 1943: SILFUR HAFSINS Í KLONEDYKE NORÐURSINS

MINNINGAR UM SÍLDVEIÐAR VIÐ ÍSLAND 1946-48.

SAGAN UM SVANINN! SÍLDVEIÐAR, LANDLEGA OG SLAGSMÁL O.FL. Á SIGLÓ 1935

SÍLDARSAGA: UMSKIPUNARTÚR VIÐ ÍSLAND 1946

MYNDASYRPA: SIGLUFJÖRÐUR UM 1960

DRAUMAR Í SÍLDARDÓSUM

SKANDINAVÍSK LANDLEGA Í MÁLI OG MYNDUM

Á LEIÐ TIL ÍSLANDS

SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI! 1 HLU

SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI 2 HLUTI

FERÐASAGA: SIGLFIRSK SÍLDARSAGA Í SMÖGEN OG KUNGSHAMN. 25 MYNDIR

DE SEGLADE FRÅN TJÖRN…….TIL SIGLÓ. (50 MYNDIR)

PÅ VÄG MOT ISLAND…. Á HEIMASLÓÐUM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA! 

SIGLFIRÐINGAR, SÍLD OG SAKAMÁLASÖGUR Í FJÄLLBACKA

STÓRKOSTLEG KVIKMYND FRÁ 1954 FUNDIN

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / SÆNSK MYNDASYRPA FRÁ 1945

SIGLUFJORDUR ER NAFLI ALHEIMSINS OG SILLENS CLONDYKE (MYNDIR OG MYNDBAND)