Á árinu 2018 var sett í loftið vefsjá SSNV á heimasíðu samtakanna.

Í vefsjánni eru dregnar saman ýmsar áhugaverðar og gagnlegar upplýsingar um landshlutann, svo sem er varða umferðatölur, slysatíðni, sundlaugar, golfvelli, skóglendi, friðlýst svæði, mannvirki og bændabýli, hafnir, flugvelli, raflínur, netsamband og svo mætti lengi telja.

Tilgangur vefsjárinnar er að á einum stað séu aðgengilegar upplýsingar fyrir landshlutann allan og þannig auðveldara að nálgast grunn upplýsingar í ýmsum tilgangi.

Tengingar eru við ýmsa opinbera gagnagrunna sem þá uppfærast um leið og frumupplýsingarnar uppfærast svo ávallt er um nýjar upplýsingar að ræða. Reglulega er bætt inn nýjum upplýsingaþekjum svo frá opnun hefur vefsjáin smátt og smátt stækkað og eflst.

Samstarfsaðili SSNV um rekstur vefsjárinnar er Hvítárós ehf.

SSNV fangnar öllum ábendingum um það sem betur má fara í vefsjánni og hvetja íbúa landshlutans sem og aðra áhugasama að nýta sér þær upplýsingar sem þar er að finna.