Siglfirðingurinn Grímur Karlsson…

… var einn af mörgum Íslendingum sem hefur í áratuga sjálfboðavinnu varðveitt sögu Íslands.
Blessuð sé minning hans.

Kominn í land eftir rúmlega 30 ára gifturíkan feril til sjós var hugur Gríms enn bundinn sjónum. Hann hófst handa við smíði skipslíkana og jafnframt safnaði hann af mikilli elju ýmiss konar fróðleik sem tengdist sögu sjávarútvegs á Íslandi og þá um leið sögu þjóðarinnar. Hann lagði áherslu á að með aðstoð líkananna væri hægt að segja söguna á ljósan og skilvirkan hátt, hvaðan við komum, hver við erum og á hverju okkar lífsbjörg hafi byggt á.

Hann vildi koma þeim skilaboðum til unga fólksins að nútíma velmegun megi rekja til sjávarins og þess fólks sem gerði það kleift að sækja þangað björg í bú…  

Grímur Karlsson. Ljósmyndari: Sigríður Dúa Goldsworthy.

Skipslíkön Gríms eru í söfnum bæði á Íslandi og í Noregi. Fyrir þetta þrekvirki hlaut hann fálkaorðuna 2009, einnig fékk hann afhenta Sjómannadags orðuna 2002, Menningar verðlaun Reykjanesbæjar 2009 og þakkarskjöld frá sjómanna- og stýrimannafélaginu Verðanda. 

Grímur lést þann 7. júní árið 2017.

Inngangstextinn er lánaður frá heimasíðu Byggðarsafns Reykjanesbæjar:

Bátafloti Gríms Karlssonar

Aðdáun pistlahöfundar á verkum þessa mikla alþýðu listamanns er óendanlega stór og ástæðan er einföld og liggur í orðum Gríms sjálfs um af hverju hann lagði svo mikinn tíma og eigið fjármagn í að varðveita okkar sameiginlegu sögu:

að með aðstoð líkananna væri hægt að segja söguna á ljósan og skilvirkan hátt, hvaðan við komum, hver við erum og á hverju okkar lífsbjörg hafi byggt á.

Hér undir er langur listi yfir skipslíkön sem eru til sýnis á þessari heimasíðu sem sýnir okkur samt aðeins hluta af lífsverki Gríms Karlssonar.

Listi: Bátafloti Gríms Karlssonar (Byggðasafn Reykjanesbæjar)

Pistlahöfundur hefur til fjölda ára, þrátt fyrir yfir 30 ára búsetu í Svíþjóð, getað tekið þátt í varðvörslu sögulegra heimilda og muna gegnum netskrif og fl. Farið í bíltúra og og bátsferðir með sín eigin íslensku túristaaugu um skerjagarðinn fagra á vesturströnd Sverige og séð hluta af síldveiðisögu Íslands á byggðasöfnum sem alþýða landsins hefur byggt upp sjálft og varðveitt með mikilli óeigingjarnri sjálfboðavinnu.

Ferðasaga í máli og myndum: Síldarsögunni bjargað


Sé það sama þegar ég ferðast um Ísland, sem sænskur túristi og dáist af þessu sérstaka íslenska hugarfari:
“Við gerum þetta bara sjálf…” varðveitum okkar byggðarsögu án mikils ríkisstuðnings…”

En samburðurinn verður síðan nokkuð óréttlátur þegar kemur að fjármögnun og aðkomu ríkisstofnana og bæjarfélaga á ábyrgð á fjármögnun og varðvörslu sögulegra minja, eins og t.d. húsa, báta og iðnaðarsögu almennings Íslands o.fl.

Undirritaður er meðlimur í mörgum áhugamannasamtökum og líka meðlimur í söguminningagrúppum á Facebook.
Eins og t.d:
Gamlar ljósmyndir (yfir 69.000 meðlimir)
Gömul íslensk skip (yfir 16.000 meðlimir)
Gömul hús á Íslandi (yfir 6.000 meðlimir)
Ég man eftir… (yfir 17.000 meðlimir)… og ekki síst er greinahöfundur meðlimur í…

Siglfirðingar, fyrr og nú – Sögur og myndir. en þar er 3.500 manns daglega að deila sögum og myndum um Siglfirska sögu.

Samt býr bara rétt um 1.200 manns á staðnum í dag.

Þarna eru við söguáhugafólkið á öllum aldri að sýna hvort öðru myndir og ræða málin og stundum fær maður hland fyrir hjartað þegar fólk hefur fundið fornminjar og ótrúlegar sögulegar heimildir á flóamörkuðum eða í endurvinnslunni þar sem einhver henti heilu dánarbúi út úr gamla húsinu sem hún eða hann erfði eða keypti.

Það virðist oft ekki vera til nein SÖGULEG ENDURVINNSLA eða virðing fyrir okkar sameiginlegu sögu. Flest söfn á Íslandi hafa hvorki mannskap, fjármagn eða burði í að taka á móti fornmunum, hvað þá getu í að gefa almenningi góð ráð eða aðstoða við að koma hlutum í vörslu.

Íslenska RÍKIÐ er summan af íslenska fólkinu og áhugaleysið og ábyrgðarleysið er oft svo átakanlegt að reglugerðum og skyldum er ekki sinnt, vegna tímaskort og fjármagnsleysis….

Þess vegna fer mikið af sögunni hreinlega á öskuhaugana, eða svo myglar hún inn í ónýtu geymsluhúsnæði.

En guði sé lof, fyrir einstaklinga eins og t.d. Grím Karlsson sem safna og smíða sögu almennings á Íslands.
Í landi þar sem enginn þarf lengur að tyggja forn skinnhandrit lengur til þess eins að seðja hungur, en samt höfum við oft ekki efni á að undir sameiginlegri RÍKIS ábyrgð varðveita okkar einstöku sögu.

ATH. Það hefur komið upp umræða og skiptar skoðanir um hvort að Byggðasafn Reykjanesbæjar sé að standa sig í stykkinu varðandi varðveislu og sýninu á þessu stórkostlega bátalíkanasafni Gríms Karlssonar. Borið er við plássleysi og fl.

Annars lagið kemur upp umræða í þessum Facebookgrúppum um áhyggjur af varðvörslu eða förgun á sögulegum minjum.
Of oft kemur í ljós að t.d. bæjarstjórn telur sig ekki hafa efni á að varðveita og byggja upp þetta sögulega hús eða bátinn gamla sem á sér svo stóra sögu í byggðarlaginu. Það er náttúrulega algjörlega ófært að sögulegri ábyrgð sé hent í fangið á pólitíkusum í sjálfboðavinnu og þeir einir látnir dæma um hvað er þess virði eða ekki að varðveita.

Spurningar um alvarlega hluti eins og:
Hver á söguna… þjóðin, einkaaðilar eða bæjarfélagið?
Hver á að dæma… spara eða henda?
Hver má rífa hvað og síðan byggja nýtt til eigin nota?

Hver má kaupa/selja… hvað og hverjum?

Á þeim 30 árum sem pistlahöfundur hefur búið í Svíþjóð hafa reglulega komið upp svona söguvörslu vandamál.
Þau snúast alltaf um sama vandamálið, rétt ríkra einkaaðila og hlutafélaga til að nýta sér náttúruauðlindir eins og t.d. skóg og ekki síst um að taka yfirráð yfir strandnáttúru fyrir einkahús og hótel of fl.

Smögenbryggjan. Máluð mynd á póstkassa í Smögen. Ljósmyndari: Jón Ólafur Björgvinsson. Sjá meira hér:
Ferðasaga: Siglfirsk síldarsaga í Smögen og Kungshamn. 25 myndir
sksiglo.is | Afþreying | 30.04.2018 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1363 |

Annað vandamál sem sjaldan er rætt um, eru þær alvarlegu breytingar sem eiga sér stað í minni bæjarfélögum þar sem hús við haf verða skyndilega mikils viðri. Svo mikils virði að gamla sjómanna ekkjan Guðrún hefur ekki efni á fasteignaskattinum og neyðist til að selja og flytja úr bænum eða inn á elliheimilið í næsta stærra bæjarfélagi. Ekki gat hún keypt eitthvað minna heldur, það húsnæði var líka of dýrt eða hreinlega ekki til.

Hin afleiðingin af þessum stóra kaupmætti vissra aðila, er einnig að ungt fólk sem vill búa og lifa þar sem þau eru fædd, geta ekki boðið yfir hina ríku sumarhúsagesti, sem smátt og smátt verða fleiri en þeir sem hafa fasta búsetu á staðnum allt árið.

Sum bæjarfélög hér úti við vesturströnd Svíþjóðar eru í rauninni að verða og mörg hver nú þegar orðin tekjulítill risastór elliheimili þar sem öll þjónusta er lögð niður og ungt fólk sem sækir sér menntunar annars staðar kemur aldrei til baka… sérstaklega ekki ungar konur sem eru duglegastar við að mennta sig.

En á sumrin breytist allt…

… og þá sér “aðflutt vinnuafl” um að þjónusta alla þessa sumarhúsa og bátagesti… fallega litla gamla sögufræga sjávarþorpið breytist í partýbæ fyrir þá sem hafa efni á að koma í heimsókn. Sögufræg hús eru veitingastaðir og næturklúbbar og gamli beitingarskúrinn hans afa gamla niður á bryggju er óvart orðinn tug milljóna virði.

Sumir segja að þetta sé bara eðlilegar framfarir og lögmál um eftirspurn og tilgang sem verður að fá að ráða ferðinni þarna eins og annars staðar…
… hmm. Kannski ekki ef að sameiginlegt sögulegt umhverfi okkar á að alltaf að víkja og hverfa meira og meira bak við girðingar og múra þeirra sem eigna sér söguna og krefja almenning um aðgangseyri fyrir að koma inn og sjá dýrðina sem er þá allt í einu er bara aðgengileg fyrir suma.

En ég spyr sjálfan mig hvort að fólksfækkun heima á Sigló, sem heldur áfram þrátt fyrir bættar samgöngur og aðdáunarverðar atvinnu uppbyggingu t.d. Róbert Guðfinnssonar o.fl. Hvort að í ofanrituðum orðum pistlahöfundar finnst orsakasamband sem útskýri að sumu leyti fólksfækkun í firðinum fagra.

Það virðist alla vega ekki vera hátt skrifað í dagskrá bæjaryfirvalda að setja pening eða tíma í að skapa lausnir á húsnæðisvandamálum yngri sem og eldriborgara kynslóðum Siglufjarðar.

Dásamlega fallega uppgert gamalt hús við Hverfisgötuna á Siglufirði. Ljósmyndari: Jón Ólafur Björgvinsson.

Það skal vissulega tekið fram að aðdáun pistlahöfundar á enduruppbyggingu eldri húsa heima á Sigló er stór, hvort sem hún hefur verið gerð af heima- eða aðkomufólki. Spurningarnar sem að undirritaður spyr, snúast meira um áhyggjur af hvort að þessi uppbygging og sögu varðveislan eigin eingöngu að vera í höndunum á markaðskröfum og spurningin er líka hvort að þeim öflum sé treystandi fyrir framtíðar varvörslu á okkar sameiginlegu sögu.

Því sagan sýnir því miður oft að oftar en ekki eru skyndilega gerðar undarlegar reglugerðar “undanþágur” þegar markaðsöflin sjá ný tækifæri í umhverfinu. Eins og t.d. stórir skandalar hér úti í Sverige þar sem SUMIR fá allt í einu að byggja nýtt við sjávarströnd, einmitt þar sem það hefur verið stranglega bannað að byggja í fleiri áratugi.

Pistlahöfundur lýsir hér með eftir umræðu meðal almennings á Íslandi um endurnýjun og eftirfylgni á reglugerðum og lögum um þessi málefni áður en sagan okkar verður hreinlega seld, tínd og tröllum gefin.

AÐ LOKUM…

… myndir úr einkasafi Sigríðar Dúu Goldsworthy sem sýna verk og Grím Karlsson móðurbróðir hennar í ýmsu samhengi.

Sagan er öll sögð með vandvirkni og…

It’s All in The Details..

ATH. Hér er hægt að lesa um annan núlifandi Siglfirskan söguvarðvörslu snilling:

Snillingar bæjarins! Bátasmiðurinn Njörður
sksiglo.is | Okkar fólk | 17.07.2014 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1104 |

Höfundur og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson

Forsíðuljósmynd:
Sigríður Dúa Goldsworthy.

Heimildir:
Vísað er í heimildir gegnum slóðir í greininni.

Aðrar sögur, myndasyrpur og pistlar eftir sama höfund finnur þú hér á trölli.is:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON

Aðrar áhugaverðar nýlega birtar myndasyrpur og sögur með mörgum Siglfirskum minningum og myndum:

ÓSKABJÖRN OG MÚKKAR (AFASAGA)

SIGLÓ SÍLD! ÚR MYNDASAFNI BJÖRGVINS VERKSTJÓRA. 60 MYNDIR

FERÐIN UPP Í HAFNARFJALL

ÖRSÖGUR ÚR MYNDAALBÚMI ÁSTVALDS (50 MYNDIR)

SUNNUDAGSPISTILL: ÖÐRUVÍSI SIGLFIRSKT FÓLK OG… SÖGUR

LABBAÐ UPP Í SKOLLASKÁL

HRÍMNIR H/F. SÍLDARTUNNUR UPPÁ ÞAKI OG SUNDLAUG Í KJALLARANUM. 35 MYNDIR

HAUGASUND Á SIGLUFIRÐI VAR EITT AF HÚSUNUM Í HJARTA BÆJARINS

PÓLITÍSKT UPPELDI Í SÍLDARLAUSUM SÍLDARBÆ. 50 MYNDASYRPUSAGA

HAFÖRNINN! EIGIN HEIMUR OG ÓVÆNT HEIMSÓKN. 70 MYNDIR.

GÚSTI OG KLEINURNAR

1993 – ÞÖKK SÉ FÁUM, GETA ALLIR DRAUMAR RÆST!

DRAUGASAGA STEINGRÍMS

DRAUGAGANGURINN Á AÐALGÖTUNNI

ERT ÞÚ ÁTTAVILLTUR SIGLFIRÐINGUR?

TÍMASPEGILLINN Á MILLI ÁLFAKIRKJU OG ÁLAGABOLLA

MARGRÉT SI 4 OG FYLLERÍ ALDARINNAR SEM LEIÐ

RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI og 2 hluti 60 MYNDA-SYRPUSAGA

UM SIGLFIRSK VIÐURNEFI: ÉG HEITI EFTIR AFA MÍNUM…