Síldveiðisaga Norðurlandana er okkar sameiginlega saga og hana verðum við að varðveita eftir bestu getu. Það sást glöggt á þeim sumardögum 2018 þegar Samnorræn Strandmenningarhátíð var haldin í sambandi við 100 ára afmæli Siglufjarðar hversu mörgum þykir þetta tímabil vera merkileg og sérstök saga.

Lesendum Trölla.is hafa eflaust orðið varir við að undirritaður greinarhöfundur hefur mikinn  áhuga á öllu sem tengist síldveiðisögu og tengingu byggðarlaga hér á vesturströnd Svíþjóðar við Siglufjörð sem er auðvitað Mekka síldarsögunnar.

Nú nýlega hafi ég ástæðu til að enn og aftur heimsækja gott fólk á litlu eyjunni Klädersholmen en þessi staður á sér einstaka sögu þegar kemur að vinnslu á síld og þá sérstaklega á stóru feitu „ISLANDSSILLEN“ sem veiddist mest á Grímseyjarsundi.

Gamla kaupfélagið í Klädersholmen verður bráðlega Síldarminjasafn – matvöru- og síldarbúð.

Það er óhætt að segja að þeir kunni að fara með síld því þessi síldarvinnsluhefð hófst þarna 1594.

Síðan skrapp ég líka í kaffi hjá Thomas vini mínum sem er nýfluttur á Mossholmen sem er bara hinum megin við brúnna sem bindur eyjuna við land.

En þar er nýbúið að byggja paradís fyrir bátaáhugafólk.

Mossholmens Marina er draumastaður fyrir bátaáhugafólk.

Á þessari pínu litlu eyju voru til á síðustu öld 25 st. lítil og stór fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfðu sig í niðursuðu á síld og hvert og eitt af þeim var með leynilegar uppskriftir af bestu síldinni. Stórar breytingar urðu hér eftir að síldin hvarf en þessi smáfyrirtæki hafa lagst niður eitt af öðru og sum runnið saman til þess að reyna að lifa af kröfur nútímans.

Rétt eins og á Sigló var það hópur áhugafólks sem stofnaði lítið byggðarsafn til þess að varðveita þessa sögu en í fyrra missti safnið húsnæðið sitt og lá það í loftinu lengi vel að safnið yrði hreinlega lagt niður.

Nils Gunnar Johansson við aðalinngang safnsins: ” Hér úti munu gestir geta fengið að smakka allskyns síldarrétti.”

En samheldnin hjá þeim ca 270 manns sem búa þarna allt árið er stór og áhuginn á sögunni er mikil því hingað koma tugir þúsunda ferðamanna sem og allir sem eiga þarna báta og sumarhús.

Lausnin er sniðug því að safnið er nú þessa dagana að flyta inn í gamla Kaupfélagshúsið en svona litlar matvöruverslanir eiga líka í erfiðleikum með að hafa opið allt árið.
Til viðbótar verður samsláttar síldarvinnslufyrirtækið Klädesholmen Seafood AB með sína framleiðslu til sölu undir sama þaki.

“SILLEBUA” safnið, segja þeir sem búa þarna á sinni málísku.

Það hafa margir styrkt þessa hugmynd og þar á meðal sá félagsskapur sem undirritaður er ritari í.
En það er hið gamla rótgróna efnahagsfélag Bohuslenskra Íslands síldarveiðimanna.
Sama félag sem styrkti Síldarminjasafnið við uppsetningu utanhús sýninguna „På väg mot Island”   

Verkefnið hefur tafist mikið vegna Kórónuveirunnar en nú er allt á réttri leið og ég hitti Nils Gunnar Johansson sem er einn af mörgum sem vinna hörðum höndum við að koma safninu í stand.

Tja.. lífið er ekki bara SÍLD… Nils Gunnar sýnir okkur útbúnað sem var notaður til að vefa garn í línuöngla snæri.
En Langa var mikið veidd á línu úti við Shetlandseyjar og hún síðan flött og þurrkuð og notuð í “Lútfisk” sem er einkennilegur þjóðarréttur Svía.
Síldarstúlkur að handflaka og snyrta síld. Almennilega flökunarvélar komu ekki í notkun fyrr en eftir 1970.
Það þarf mikið af góðu kryddi til þess að gera góða síldarrétti.
Dæmi um fjölbreytileika framleiðslunnar í Klädersholmen.
En hér getur þú fræðst meira um síldardósa- hönnun og framleiðslu: DRAUMAR Í SÍLDARDÓSUM.
Handsnúin dósaþurrkara-tunna. Dósirnar voru blautar og skýtugar þegar búið var að loka þeim og þá voru þær settar í þessa tunnu sem er full af sagspón og svo komu þær fínar og glansandi úr tunnunni.
Þessi hálf-sjálfvirka dósaloka vél var kölluð “Fransmann”
Síld var ekki bara seld í dósum heldur líka í tunnum af ýmsum stærðum. Ef mig minnir rétt þá var þessi neðsta á myndinni kölluð “Kvartingur” og er um helmingur af hálftunnu.
Síðan kemur gáta dagsins. hvað kallast hinar tvær stærðirnar ?
Það var einnig heilmikil kavíarframleiðsla þarna líka.
Þessi vél hefur ekkert með síld að gera. Þetta er gömul gulrótarskurðarvél en fyrirtækin voru á stríðsárunum þvinguð af ríkinu að framleiða niðursoðið grænmeti.
Gamall dýptarmælir og talstöð.
Síldarvinnu verkafólk í pásu á góðum sumardegi.
Það verður hægt að taka pásu og setjast niður og hlusta á sögur frá fólkinu sem var að vinna þarna í denn.
Og á leiðinni út verður maður auðvitað kaupa sér bestu síld Svíþjóðar með sér í nesti. Og úrvalið er mikið og gott.

Stórt þakklæti og hvatningarkveðjur sendi ég til ykkar allra í Klädesholmens Samhällsförening og til þín Nils Gunnar fyrir að opna sérstaklega fyrir mig svo ég geti sýnt fólkinu á Íslandi hvað þetta verður glæsilegt Síldarminjasafn.

Á heimleið keyri ég yfir brúnna og beygi strax til vinstri inn á Mossholmens Marina en þar býr Thomas Sundsmyr vinur minn og fyrrverandi vinnufélagi frá bæjarskrifstofunni í Ale Kommun.
Thomas og eiginkona hans Karen eru nýkomin á eftirlaun og þau seldu húsið sitt í Kungälv í vor og fluttu hingað í þessa paradís við hafið.

Thomas hefur það gott á svölunum og í bakgrunninum sést í brúnna yfir á Klädersholmen.
“Million dollar” útsýnið frá svölunum… eða eins og Karin sagði: Hver þarf svo sem sjónvarp þegar maður er með svona útsýni.
Við Thomas fórum í göngutúr með hundana um svæðið sem er allt hið glæsilegasta og draumur í dós fyrir bátadellufólk.

Tack för kaffet och rundturen Thomas og Karin.

Lifið heil og bestu kveðjur.

Nonni Björgvins

Aðrar sögur og greinar eftir Jón Ólaf Björgvinsson á trolli.is.

Texti og ljósmyndir:
Jón Ólafur Björgvinsson

Heimildir:
Vísað er í heimildir með slóðum í texta.