Sólmundur Sigurðsson sem búsettur er í Ölfusi dvaldi á dögunum á Siglufirði. Tilurð ferðalagsins var að árið 2011 eignaðist hann forláta bíl, Volvo Amazon árgerð 1965 með skráningarnúmerið F 283. Bíllin var lengst af í eigu Sigurðar Guðmundssonar á Siglufirði, hann eignaðist bílinn árið 1969 en seldi hann suður 2001.

Eins og Sólmundur sagði “þá langaði mig að sýna honum heimaslóðirnar”. Bíllinn vakti mikla athygli á Siglufirði og allstaðar sem hann lagði bílnum hópuðust Siglfirðingar að honum.

Ferðalagið til Siglufjarðar er það lengsta sem Sólmundur hefur farið á bílnum en að öllu jöfnu er hann geymdur inni í bílskúr og tekinn fram á tyllidögum eins og góðum fornbíl sæmir.