INNGANGUR

Ég fann þennan Siglfirska fallega myndskreytta „framtíðadraumabækling“ frá 1993 í stórtiltekt hér heima í Svíþjóð. Þetta litla ritverk frá Átaksnefnd FÁUM (Félag áhugamanna um Minjasafn) fékk ég í hendurnar sumarið 1996 sem fyrsti ferðamálafulltrúi bæjarins.

Þegar maður les og skoðar vel innihaldið þá er það augljóst að SUMIR eru duglegri en aðrir við að dreyma STÓRT.

Þessi 19 bls. bæklingur sýnir okkur líka að hinn einstaki „við gerum þetta bara sjálf“ Siglfirski andi lifir og virðist hreinlega geta flutt fjöll.

28 ára gamall bæklingur miðlar til mín óbilandi framtíðartrú og krafturinn úr þessum draumum sem koma úr þeim tíma þar sem kröftugir mótvindar blása, löngu fyrir opnum Héðinsfjarðagangna, fer í rauninni langt fram yfir allar væntingar eins og sjá má heima á Sigló í dag.

Andinn sem ríkti á þessum tíma var mikið: „eigum við ekki bara frekar að kveikja í þessu síldarminjadrasli?
Róbert Guðfinnsson sjálfur, hefur viðurkennt opinberlega að þegar Örlygur Kristfinnsson kom að máli við hann til þess að betla pening á sínum tíma á skrifstofu Þormóðs Ramma, þá bauðst okkar mikli ferðamennsku uppbyggingarfrumkvöðull til þess að gefa Örlygi frekar eldspýtustokk.

Það er næstum spaugilegt að í bæklingnum er talað um kvöldvökur og gistimöguleika í Sunnu brakkanum (Tynesbragganum) og þar stendur nú „Sigló hótel“  flotta hótelið hans Robba og allt í kringum okkur, margt annað sem nefnt er í þessum draumabækling.

Þökk sé „FÁUM” og seinna Robba okkar og nokkrum öðrum stórhuga innfæddum og aðfluttum Siglfirskum einstaklingum með óbilandi framtíðartrú, þá var hér á sínum tíma lagður grunnur fyrir öllu því stórkostlega sem við sjáum fyrir framan nefið á okkur heima á Sigló í dag.

Það eina sem mér finnst sárt og sorglegt er að á bls. 14 er teikning undir nafninu “Merkileg húsasamstæða” er að ekki virðist vera til áhugi í að finna okkar sögufræga kvikmyndahúsi Nýja Bíó nýtt hlutverk í Siglfirsku menningarlífi. Getur ekki bankinn sem hét áður Sparisjóður Siglfirðinga sem á þetta hús í dag hreinlega gefið FÁUM eða Fjallabyggð þetta merkilega miðbæjarhús… og kannski hótel Hvanneyri líka?

Ég hef engar áhyggjur af hinum þremur húsunum á myndinni, þau eru öll í notkun og í góðum höndum.

ATH! Bæklingurinn og fallega teiknaðar myndir útskýra hugmyndafræðina vel og ég mæli með því að þið lesendur farið beint inn á trölli.is og opnið greinina þar, því textinn er í rauninni skannaðar ljósmyndir og það er hægt er fletta og skoða myndirnar einar og sér ef smellt er á einhverjar mynd.
Ef greinin er opnuð í gegnum slóðir frá t.d. Facebook er ekki mögulegt að stækka myndirnar eins og æskilegt er fyrir góða skoðun og lestur.  

Síldarævintýri. Ljósmyndari: Anna Vignis.

Inngangur, samtekt og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson

Heimildir:
Ferðamennska á Siglufirði, Hugmyndir og tillögur.
Átaksnefnd Fáum 1993
Höfundur texta:
Birgir Steindórsson og Örlygur Kristfinnsson.
Teikningar:
Örlygur Kristfinnsson.
Prentvinnsla:
(Siglfirska útgáfufélagið hf. / Oddi hf.1993)

Aðrar áhugaverðar nýlega birtar myndasyrpur og sögur með mörgum Siglfirskum minningum og myndum:

ERT ÞÚ ÁTTAVILLTUR SIGLFIRÐINGUR?

DRAUGASAGA STEINGRÍMS

DRAUGAGANGURINN Á AÐALGÖTUNNI

TÍMASPEGILLINN Á MILLI ÁLFAKIRKJU OG ÁLAGABOLLA

GUÐSGJAFAR DRENGURINN OKKAR ALLRA

MARGRÉT SI 4 OG FYLLERÍ ALDARINNAR SEM LEIÐ

RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG NÚ… 1 HLUTI. 60 MYNDA-SYRPUSAGA

RÁÐHÚS- TORGIÐ OKKAR FYRR OG Í FRAMTÍÐINNI… 2 HLUTI. MYNDA-SYRPUSAGA

SKYNDIKYNNABARN? SANNLEIKURINN SEM ALDREI VAR SAGÐUR

UM SIGLFIRSK VIÐURNEFI: ÉG HEITI EFTIR AFA MÍNUM…

FÁEIN ORÐ UM ÞORMÓÐ EYJÓLFSSON

SUNNUDAGSPISTILL: „ATHUGIÐ AÐ SIGLFIRÐINGAR ERU FLEIRI EN ÍSLENDINGAR“

SIGLFIRSKIR VILLIKETTIR OG ROTTUR HIMINSINS

SVON´ER Á SÍLD

MYNDASYRPUSAGA: SIGLUFJARÐAR – LJÓSMYNDARINN HANNES BALD. FYRRI HLUTI (50 MYNDIR)