Fyrir skömmu greindi Bergþór Morthens frá því á facebook að vinnustofa hans í Gautaborg væri brunnin.

Þar sagði hann. “Þegar maður heldur að allt sé í blóma og hlutirnir ganga vel þá á kosmósið það til að gefa manni spark í magann. Vinnustofan í Gautaborg brunnin til kaldra kola og sennilega allt ónýtt. En enginn slasaður og það er bara að byrja aftur.”

Trölli.is birti nýlega viðtal við listamanninn Bergþór Morthens og myndir frá vinnustofunni sem hann rekur á þessum stað. Sjá grein: HÉR

svt.se greindi frá stórbrunanum.

Stórbruni í Gautaborg – mikil reykur! SVT Vestur fréttastofan, Johanna Storm skrifar:

Stórbruni geisar nú í vöru-lagerhúsi á iðnaðarsvæðinu Ringön í Gautaborg. Mikill reykur leggst nú yfir allt nágrennið og eru allir sem búa í nágrenni Ringön beðnir um að halda sig innandyra og loka hurðum, gluggum og slökkva á loftræstikerfum.

Núna snýst slökkvistarfið um að reyna að bjarga nærliggjandi iðnaðarhúsnæði segir Joakim Hallin slökkviliðstjóri sem stýrir aðgerðum á staðnum.

Eldurinn hófst kl. 02.42 aðfararnótt laugardags. Lagerhúsið sem brennur er um 1.900 fm stórt og er þar rekin víðtæk starfsemi bæði, innandyra og utan.

Bruninn er erfiður viðureignar og hafa um 30 slökkviliðsmenn barist við eldinn í alla nótt og reiknað er með þörf fyrir aðgerðir næsta sólahring til að ná tökum á eldinum.

„Við eru ekki einu sinni að reyna að slökkva neitt núna, bara að halda eldinum í skefjum og bjarga nærliggjandi húsum. Hættulegur og mikill reykur leggst yfir nærliggjandi íbúðahverfi og um kl. 05.00 var send út viðvörun til íbúa gegnum almannavarnarkerfi Gautaborgar. Um kl hálf tvö í dag snérist vindáttin og reykur liggur nú yfir Götaälvána og nær alla leið yfir á Gullbergsbryggjuna og líka í íbúðahverfi við Redbergsplatsen.

Iðnaðarhúsnæðið sem brennur mun að öllum líkindum brenna til kaldra kola. Lögreglan hefur lokað öllum götum að svæðinu því mikil hætta er á eldfim efni sem eru geymd þarna í húsnæðinu, eins og t.d. terpentína og etanól valdi það stórum bruna að ekki sé hægt að slökkva með vatni.

Eldsupptök eru enn óljós samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum sem munu halda áfram að aðstoða við slökkvistarfið á staðnum og halda áfram með færanlegar lokanir á götum allt eftir því sem reykmengun færist með vindinum.

Jón Ólafur Björgvinsson þýddi.

Mynd/samansett