Rapparinn landsþekkti Jóhannes Damian Patreksson­­, betur þekktur sem JóiPé er ekki bara tónlistarmaður heldur leggur hann einnig stund á myndlist.

JóiPé ólst upp í Garðabæ en er fæddur í Þýskalandi í október árið 2000 og er því aðeins tvítugur að aldri.

Hann er Siglfirðingur í aðra ættina, móðir hans er Rakel Guðnadóttir, dóttir Guðna Þórs Sveinssonar og Helgu Sigurbjörnsdóttur. Faðir JóaPé er Patrekur Jóhannesson, handboltakappinn landsþekkti.

JóiPé hefur starfað mikið með vini sínum Króla og hafa þeir félagar gefið út mörg vinsæl lög á undanförnum árum. Lög eins og “B.O.B.A” (Bomba) og “Í átt að tunglinu” eru vel þekkt. Alls hafa þeir gefið út fimm plötur.

Félagarnir JóiPé og Króli eru tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í flokknum Rapp&HippHopp, bæði fyrir plötu ársins og lag ársins.

Jói leggur stund á tónlistarnám í Listaháskóla Íslands, en nýlega birtist grein um hann í Fréttablaðinu með fyrirsögninni: “Rappari verður myndlistarmaður“.

Þar segir meðal annars:
„Verk Jóhannesar eru mest megnis expressjónísk, til­finningin er alltaf í fyrir­rúmi og stjórnar því förinni. En þrátt fyrir hans hráa og til­finninga­ríka stíl þá gegnir hvert einasta smá­at­riði lykil­hlut­verki og hver pensil­stroka skipar sinn mikil­væga sess í mál­verkum Jóhannesar.”

Mynd­listarferill Jóa er ekki langur en þó árangurs­ríkur því verk hans seljast vel.

Á vef­síðunni Apollo Art, þar sem finna má marg­vís­leg lista­verk eftir ís­lenska mynd­listar­menn, má sjá listaverk rapparans.