Sumarið 2020 á að leggja ljósleiðara til að tengja 41 stað á Vatnsnesi / Vesturhópi.

8. fundur Veituráðs Húnaþings vestra, haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 08:00 í fundarsal Ráðhússins bókaði meðal annars:

2.  1902032 Ísland ljóstengt 2019. 

Niðurstaða opnunar styrkbeiðna fyrir Ísland ljóstengt 2019 liggur fyrir.  Húnaþingi vestra býðst styrkur til að tengja 41 stað á Vatnsnesi / Vesturhópi, samtals kr. 68,4 milljónir.

Samþykkt að ganga að þessu tilboði og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.  Verkefnaáætlunin er þannig að sumar 2019 verður notað til að klára að finna bestu legu ljósleiðarans í samráði við fornleifafræðing og landeigendur, að fá undirskrift landasamninga og í framhaldi af því gerð útboðsgagna.

Stefnt er að því að bjóða verkið út í haust með framkvæmdatíma sumarið 2020.

 

Fyrirsögnin er tilvitnun í texta Skriðjökla sem sungu “Er ekki tími til kominn að tengja, tengja, tengjaaaa”.

 

Sjá hunathing.is