Nú hafa aðstæður á Norðurlandi eystra þróast með þeim hætti að full ástæða er til þess að íbúar svæðisins séu hvattir til einbeittrar samstöðu í baráttu við kórónuveiruna. Smitum á svæðinu hefur fjölgað undanfarna daga og því nauðsynlegt að hvert og eitt okkar geri það sem hægt er til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar.

Allir kunna viðbrögðin, allir geta gert sitt og nú þurfum við öll að standa saman. Persónubundnar sóttvarnir verða að vera í lagi ef árangur á að nást. Reglulegur handþvottur, sprittun, grímunotkun þar sem hún á við og virðing fyrir nálægðarmörkum við annað fólk er lífsnauðsynleg í baráttunni við þennan vágest sem veiran er.

Stöndum okkur öll sem eitt í að virða sóttvarnarreglur og tökum fullt tillit til þeirra tilmæla sem gefin eru út af sóttvarnarlækni. Gerum þetta saman, gerum þetta vel og sýnum samstöðu, okkar allra vegna.

Staðan fyrir Norðurland-eystra kl. 8.00, 28. júlí:
3 í sóttkví með lögheimili í 620 – enginn í 621
– enginn í einangrun í Dalvíkurbyggð.