Miklir vatnavextir eiga sér nú stað vegna leysinga á norðanverðu landinu segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Sem dæmi hefur rennsli í Bægisá farið langt yfir 200 ára flóð, og rennsli í Hörgá er á við 25 ára flóð. Hún flæðir yfir bakka sína á nærliggjandi tún og Fnjóská flæðir yfir bakka sína á tjaldsvæðið í Vaglaskógi.

Búast má við áframhaldandi vatnavöxtum vegna leysinga þar sem hlýtt er í veðri og snjór til fjalla, t.d. á Tröllaskaga og á Austfjörðum.

Íbúum á þessum svæðum er ráðlagt að huga að eignum og dýrum með þetta í huga.

Meðfylgjandi myndir eru af Fnjóská og Glerá.
Ljósmyndari: Óðinn Svan Óðinsson