SVÍARNIR OG LEIT ÞEIRRA AÐ SILFRI HAFSINS!

Á íslenskum mælikvarða var hlutur Svíanna í síldveiðum við Íslandsstrendur frekar magur. Þeir eru meira þekktir í síldarsögu Íslands sem stórir síldarkaupendur. En samt segir sagan okkur að um 9000 sænskir síldveiðisjómenn hafi á tímabilinu 1895–1968 farið í langa og áhættusama síldveiðitúra til Íslands. 

Í sumar verður þessi merkilega heimildarkvikmynd sem ber heitið:
SILFUR HAFSINS – UM HUGREKI OG HEIMÞRÁ Í LEITINNI AÐ SÍLDINNI sýnd í Reykjavík, á Siglufirði og Seyðisfirði.

BÍO PARADÍS: Reykjavík, fimmtudaginn 28 júlí.
SÍLDARMINJASAFN ÍSLANDS: Siglufjörður, sunnudaginn 31 júlí.
HERÐUBÍÓ: Seyðisfjörður, þriðjudaginn 2 ágúst.          

Þessi heimildamynd fjallar ekki bara um sjómenn, karlmennsku og hugreki segir Bodil Tingsby, sem er handritahöfundur, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar og hún bætir við að ekki má gleyma sögu og hugreki kvenna sem voru aleinar heima í mikilli óvissu í um þrjá mánuði, með ábyrgð á börnum og búi.

Á upphafsárum þessara síldveiðitúra Svía við Ísland, þar sem síldin var söltuð um borð í veltandi bátum, var oft litla Bohussýslan á vesturströnd Svíþjóðar kölluð „EKKJULANDIÐ.“ Því hvergi annars staðar var að hægt að sjá svo margar sjómannsekkjur og föðurlaus börn.  

Kringum aldamótin 1900 hvarf síldin alfarið frá vesturströnd Svíþjóðar og sú hörmungar staðreynd skapaði mikið atvinnuleysi með tilheyrandi fátækt.
Sagan um líf og hagi almennings á vesturströndinni á þessu tímabili er ekkert sérstaklega þekkt eða umskrifuð. Þetta voru miklir umbrotatímar sem kostuðu miklar fórnir og hugreki til að skapa ný atvinnutækifæri. Ein lausn var að halda ótrauðir áfram og sækja feita fallega síld í langvega áhættusömum túrum til Íslands.

Það sem vakti forvitni mína segir Bodil og áhuga á að segja þessa sögu er sú staðreynd að í dag eru ekki svo margir á lífi sem geta sagt okkur frá þessu merkilega samnorræna síldarævintýri. Þeir aðilar sem eftir eru til frásagnar myndu varla geta mannað einn reknetaveiðibát. En þvílík saga og þeir eru allir saman háaldraðir og dásamlega skemmtilegir sögumenn. 

Bodil Tingsby.

Það voru góð samskipti við norska síldveiðimenn sem á sínum tíma ýttu úr vör bátum í langar ævintýralegar ferðir frá vesturströnd Svíþjóðar. Eftir orðróm um að mikið magn af feitri sumarsíld væri að finna við norðurströnd Íslands og má í því samhengi nefna nokkra hugrakka sænska frumkvöðla.

1895 kom sá fyrsti, en það var Hilde Isaksson frá Resö í norðanveðri Bohussýslu og byggði hann söltunarstöð í landi með (rök på land) reyk úr skorstein allt árið sem var þess tíma krafa í íslenskri löggjöf fyrir að fá leyfi til síldveiða og vinnslu í landi með tilheyrandi stuttri siglingu á miðin rétt utan við Siglufjörð.
Í hans kjölfar sigldu síðan aðrir hugaðir sjómenn og frumkvöðlar frá litlu Smögen eyjunni rétt utan við Kungshamn, en þaðan kom einmitt hin frægi Charles Stanne sem var í leiðtogi fyrir einni af fyrstu stóru tilrauna veiðitúrnum Svía við Íslandsstrendur. Einnig er vert að nefna hlutafélagið Häller & Odenberg sem snemma setti upp stóra og mikla síldarverkunar miðstöð við Krossanes í Eyjafirði.

Þegar þessu mikla síldarævintýri lauk eftir að „Silfur hafsins“ lét sig hverfa fyrir jafnt Svíum sem öllum öðrum þjóðum við Íslandsstrendur höfðu um 9000 sænskir sjómenn á um 1000 bátum árlega tekið þátt í þessu áhættusama síldarævintýri. Þessi ár voru gullöld fyrir sænskar niðursuðuverksmiðjur við Bohusýslu strandlengjuna og höfðu veruleg áhrif í sænskri hagsögu.

Að sjálfsögðu eru allskyns staðreyndir sem tilheyra þessari merkilegu síldarsögu með í heimildarmyndinni, segir Bodil Tingsby. Hún vill samt undirstrika að sagan er fyrst og fremst sögð með persónulegum minningamyndum frá körlum og konum sem muna eftir, jafnt gleði og sorg, hugreki, áhyggjum og ákafri heimþrá sem fylgdu þessum ævintýraárum. Þar fyrir utan hefur Bodil fundið einstakt myndefni sem sýnir þá miklu erfiðisvinnu sem tilheyrði síldarsöltun um borð á fljótandi og veltandi „síldarbátsplani“ úti á ballarhafi við norðurenda hins byggilega heims.    

Bodil mun ferðast um landið ásamt Niklas Vesterlund klippara myndarinnar og kynna heimildarmyndina og söguefnið við frumsýningu í Reykjavík, á Siglufirði og Seyðisfirði. Þeim hlakkar mikið til að eiga góð samtöl við sjómenn og almenning á Íslandi, sem og áhugafólk um kvikmyndir.

Hin feita og fallega „Íslandssillen“ gaf okkur ekki bara mat á borðið, því þessi síldarsaga gaf okkur líka sameiginlega menningar- og iðnarsögu. Segir Bodil að lokum.

Höfundur og þýðandi:
Jón Ólafur Björgvinsson.

Ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Bodil Tingsby.

Hér undir eru slóðir á áhugaverðar greinar með mikið af ljósmyndum og sögum um síldveiðar Svía við Íslandsstrendur:

HEIMSFRÆGAR SKÚTUR OG MYNDAALBÚM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA. 50 MYNDIR

SAGAN UM SVANINN! Síldveiðar, landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935

Minningar um síldveiðar við Ísland 1946-48.

SÍLDARSAGA: UMSKIPUNARTÚR VIÐ ÍSLAND 1946

Síldin gerir lífið eitthvað svo spennandi! 1 hluti

Síldin gerir lífið eitthvað svo spennandi 2 hluti

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945

SIGLUFJORDUR er nafli alheimsins og SILLENS CLONDYKE (Myndir og myndband)