Ástarpungarnir er Siglfirsk hljómsveit sem hóf störf árið 2020 eftir að hluti bandsins vann söngkeppni framhaldskólanna sama ár.

Þeir pungar hafa áður gefið út 3 lög og nú gefa þeir út lagið “Stolt siglir fleygið mitt” en lag og texta á Gylfi Ægisson.

Lagið settu þeir í aðeins rokkaðari búning og er það nú komið í spilun á FM Trölla.

Upptakan fór fram í húsnæði hljómsveitarinnar á Siglufirði en Gunnar Smári Helgason sá um hljóðblöndun í hljóðveri sínu “Cave Tuners” á Kanaríeyjum.

Hljómsveitina skipa þeir Guðmann Sveinsson gítar og söngur, Hörður Ingi Kristjánsson hljómborð og söngur, Júlíus Þorvaldsson gítar, hljómborð og söngur, Mikael Sigurðsson bassi, Rodrigo dos Santos Lopes trommur og Tryggvi Þorvaldsson gítar og söngur.


Mynd: úr einkasafni.