Sveitarstjórn Húnaþings vestra ætlar að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttafólk frá Úkraínu í byggðarlaginu, meðal annars með því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum.

Sveitarstjóra hefur verið falið að vera í samskiptum við stjórnvöld og kanna með hvaða hætti sveitarfélagið getur mögulega haft aðkomu að þessu mikilvæga verkefni að aðstoða flóttafólkið.